Vert er að minnast á að á nýafstöðnum Reykjavíkurleikum (RIG 2019) féllu nokkur met í skautaíþróttinni á Íslandi:
Aldís Kara Bergsdóttir setti nýtt íslenskt stigamet með 108.45 stigum. Eru það hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið í keppni. Metið er þar af leiðandi einnig íslandsmet í Junior Ladies. Aldís Kara setti einnig stigamet í frjálsu prógrami í Junior Ladies upp á 72.12 stig. Það met er einnig hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið fyrir frjálst prógram.
Einnig settu nokkrir skautarar persónuleg met:
Advanced novice:
- Júlía Rós Viðarsdóttir persónulegt met 77.91 stig
- Aníta Núr Magnúsdóttir persónulegt met 61.25 stig
- Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir persónulegt met 63.76 stig
- Margrét Eva Borgþórsdóttir persónulegt met 60.26
Junior:
- Marta María Jóhannsdóttir persónulegt með 107.12 stig
Íþróttin er á stöðugri uppleið og gaman að sjá svo mörg met falla á mótinu okkar. Einhverja vantaði á mótið sökum meiðsla og við hlökkum til að sjá þá þegar þeir hafa jafnað sig. Allir íslensku keppendurnir stóðu sig með prýði og voru landi sínu og íþrótt til sóma.