#skatingiceland
Aldís Kara með ISU TES lágmörk í stutta prógramminu fyrir Junior Worlds

Aldís Kara með ISU TES lágmörk í stutta prógramminu fyrir Junior Worlds

Þessa dagana fer fram Halloween Cup í Búdapest, Ungverjalandi.
Mótið er á lista ISU yfir alþjóðleg mót og teljast því stig til lágmarka inn á m.a. Junior Worlds.

ÍSS sendi til þátttöku fjóra keppendur þær Eydísi Gunnarsdóttur og Júlíu Rós Viðarsdóttur í Advanced Novice og þær Aldísi Köru Bergsdóttur og Mörtu Maríu Jóhannsdóttur í Junior Ladies.

Í dag fór fram keppni með stutt prógram í báðum flokkunum.
Advanced Novice flokkurinn byrjaði klukkan 7 í morgun. Báðir skautarar stóðu sig mjög vel. Eftir daginn situr Eydís í 21. sæti með 22.18 stig og Júlía Rós í 11. sæti með 28.34 stig.

Junior Ladies hófu svo keppni rétt fyrir hádegi. Bæði Aldís Kara og Marta María kepptu fyrir Íslands hönd á Junior Grand Prix í haust og hafa þær báðar sýnt miklar framfarir síðasta árið.
Eftir daginn situr Aldís Kara í 12. sæti með 40.70 stig og Marta María í 18. sæti með 37.37 stig.

Lágmörkin inn á ISU Junior Worlds eru 23.00 tæknistig (e.TES) í stuttu prógrammi og 38.00 tæknistið í frjálsu prógrammi. Ná þarf þessum stigum á alþjóðlegu móti á lista ISU, en ekki þarf að ná þeim á sama móti.

Með framkvæmd sinni í dag náði Aldís Kara Bergsdóttir 23.22 tæknistigum.
Hún er annar skautarinn til þess að ná tæknistigunum í stuttu prógrammi, en Kristín Valdís Örnólfsdóttir náði þeim á RIG 2018.

Skautasambandið óskar þeim góðs gengis með frjálsu prógrömmin sín á morgun.

Translate »