

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir verður fulltrúi ÍSS á Ólympíumóti Evrópsku æskunnar (e. European Youth Olympic Winter Festival - EYOWF)
Leikarnir fara fram í Friuli Venexia Giulia á Ítalíu dagana 21. - 28. janúar nk.
Freydís Jóna fer ásamt þjálfara sínum, Sergey Kulbach, og hópi frá Skíðasambandi Íslands.
ÍSÍ sér um utanumhald og skipulagningu ferðarinnar og eru fararstjórar á vegum þeirra með í ferð.