#skatingiceland
Skautasamband Íslands

Afrekssjóður ÍSS

Stjórn ÍSS hefur sett upp afrekssjóð ÍSS. Í sjóðinn fara 60% afreksstyrks ÍSÍ ásamt sérmerktum styrkjum frá ISU. Fái ÍSS aukna styrki sem sérmerktir eru afrekssjóð renna þeir óskertir í sjóðinn. Auk þess mun stjórn hafa það að markmiði að safna styrkjum til afreksmála og mun hluti af þeim verða látinn renna til sjóðsins sem og til almennrar uppbyggingar afreksmála eftir því sem tilefni gefur til.

Greiðslur úr Afrekssjóði ÍSS eru ætlaðar afreksstarfi sambandsins til handa afreksíþróttafólki sambandsins til að koma til móts beinan kostnað vegna keppnisþátttöku á erlendri grundu.
Keppendur sem náð hafa viðmiðum ÍSS í Afrekshóp eða Afreksefni geta sótt um styrk úr sjóðnum.

Umsóknarfrestur er 1. maí ár hvert.

Athugið að sótt er um samgöngustyrk samhliða umsóknum í sjóðinn fyrir 1.maí ár hvert.

Úthlutunarreglur Afrekssjóðs er að finna í Reglugerðum ÍSS.

Translate »