#skatingiceland
Skautasamband Íslands

Bylgja Haraldsdóttir

Foreldrafélagið
Skautafélagið Björninn

Kanntu að skauta? Nei. Ég skautaði á einhverjum tjörnum fyrir vestan sem krakki en kann ekki neitt.

Hverju sætir áhugi þinn á íþróttinni? Það var eiginlega bara tilviljun. Ég sá eitthvað svona jólanámskeið auglýst og stelpurnar prófuðu og fengu svo mikinn áhuga.

Hve miklum tíma verð þú í sjálfboðaliðastarf í skautum? Ég byrjaði að aðstoða þegar sú fyrsta fór að keppa. Ég á fjórar stelpur og allar hafa skautað sú elsta er 19 ára og yngsta er 8 ára. Þannig ég er búin að vera svolítið lengi í íþróttinni.

Hvað er það helst sem þú gerir innan félagsins? Fyrst var ég bara að hjálpa til á mótum, svo í stjórn Bjarnarins í 3 ár og sinnti þá störfum mótstjóra í 2 vetur en er núna í foreldrafélaginu.

Hvað fékk þig til að byrja að bjóða þig fram til sjálfboðaliðastarfa? Það er alltaf verið að biðja fólk að aðstoða og ég svaraði bara kallinu.

Hvað viltu segja við þá sem hafa ekki enn boðið sig fram til starfa? Það er svo skemmtilegt og gefandi að taka þátt í þessu. Maður þarf ekkert að kunna bara vinna saman og vera tilbúinn að læra.

Hvað finnst þér mest gefandi við að vera sjálfboðaliði? Fá að kynnast öllum skauturunum og foreldrunum. Fæ meiri innsýn í heim barnanna minna. Stelpurnar hafa alltaf verið mjög glaðar með að ég hafi verið að hjálpa til, finnst það spennandi og kannski bara svolítið stolltar og ánægðar með að ég sé að sýna þeirra áhugamáli áhuga.

Er eitthvað úr starfi þínu sem sjálfboðaliði minnisstæðara en annað? Hvað þetta er all jafn skemmtilegt. Samt fannst mér mótstjórastarfið erfiðast.

Telur þú að þeir sem bjóða fram tíma sinn þurfi að hafa eitthvað sérstakt til að bera? Það er bara mjög mikilvægt að það séu foreldrar sem eru tilbúnir að hjálpa til. Það geta ALLIR boðið sig fram.

Telur þú tíma þínum vel varið? Já og ég mun alltaf hjálpa eitthvað til. Þótt ég sé með stórt heimili og í vinnu þá myndi mér finnast það eitthvað skrýtið ef það væri mót í Birninum og ég væri ekki að gera eitthvað.

Eru einhver hvatningarorð sem þú vilt koma á framfæri til annarra sem langar að vera með en eru ekki viss um að þeirra sé þörf? Alveg sama hversu lítið það er það er hjálp í öllu. Það geta allir gert gagn. Margar hendur vinna létt verk.

Translate »