#skatingiceland
Haustmót ÍSS – fyrri keppnisdagur.

Haustmót ÍSS – fyrri keppnisdagur.

Haustmót 2017 - Chicks

Haustmót 2017 - Cubs

Haustmót 2017 Basic Novice A

Þá er keppni lokið á fyrri keppnisdegi Haustmóts ÍSS sem haldið er í Egilshöll. Það er ljóst að skautararnir hafa ekki slegið slöku við í sumar og mættu allir vel undirbúnir með taugarnar þandar til leiks í Egilshöll í dag.

Mótið hófst í morgun á keppni hjá yngstu keppendunum, í flokknum Chicks. Þar sigraði Sædís Heba Guðmundsdóttir SA, önnur var Emelíana Ósk Smáradóttir SB og þriðja varð Indíana Rós Ómarsdóttir SA. Þá tók við keppni í flokknum Cubs. Þar sigraði Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir SA, önnur varð Katrín Sól Þórhallsdóttir SA og þriðja varð Sara Kristín Pedersen SB. Því næst var komið að flokknum Basic Novice A. Þar fór með sigur af hólmi Eydís Gunnarsdóttir SR, önnur varð Júlía Rós Viðarsdóttir SA og þriðja varð Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR.

Eftir heflun og hlé var komið að keppni í Advanced Novice stutt prógram. Þar héldu norðan stúlkur uppteknum hætti og röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Þar stendur Marta María Jóhannsdóttir SA efst að loknu stutta prógramminu með 16.27 í tæknieinkunn og 29.27 stig samanlagt. Rebekka Rós Ómarsdóttir SA er önnur með 14.80 í tæknieinkunn og 27.14 stig samanlagt sem er persónulegt met. Aldís Kara Bergsdóttir SA er þriðja með 14.34 í tæknieinkunn og 24.48 stig samanlagt og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir SA stendur fjórða með 14.00 í tæknieinkunn og 24.04 samanlagt.

Þá var komið að keppni í Junior A. Þar stendur efst að loknu stutta prógraminu Kristín Valdís Örnólfsdóttir með 16. 94 í tæknieinkunn og 32.16 samanlagt, önnur er Margrét Sól Torfadóttir með 14.40 í tæknieinkunn og 29.60 stig samanlagt og þriðja er Herdís Birna Hjaltalín með 14.42 í tæknieinkunn og 29.16 samanlagt.

Síðust á ísinn í dag var Eva Dögg Sæmundsdóttir sem keppir í Senior A. Hún fékk í tæknieinkunn 15.81 og samanlagt 31.29 stig.

Myndir úr keppni í eldri flokkum verða birtar fljótlega
Keppni heldur svo áfram á morgun og hefst þá keppni kl. 8:30 með keppni í flokknum Basic Novice B og að honum loknum tekur við keppni í Advanced Novice, Junior og Senior með frjálsu prógrömin.

Translate »