Stór hópur íslenskra skautara tóku þátt á Volvo Open Cup í Riga, Lettlandi.
Mótið fór fram dagana 8.-12. nóvermber sl.
Keppnin er gríðarlega stór og keppt var í mörgum keppnisflokkum, bæði með alþjóðlegum reglum Aljóðaskautasambandsins, ISU, sem og Interclub reglum.
Keppendur á Interclub mótinu komu frá öllum félögum innan Skautasambands Íslands. Að keppa á svona stóru móti er krefjandi og getur reynt á taugarnar. Íslensku keppendurnir stóðu sig með stakri prýði.
Átta skautarar úr Afrekshópi ÍSS tóku þátt á mótinu og var hópurinn Íslandi til sóma.
Eva Dögg Sæmundsdóttir keppti í senior og varð í 14. sæti með 84. stig en alls voru 15 keppendur í þessum flokki.
Í Junior flokki kepptu úr afrekshópi Kristín Valdís Örnólfsdóttir, sem varð í 19. sæti með 93.91 stig, og Emilía Rós Ómarsdóttir, sem varð í 25. sæti með 86.09 stig.
Einnig kepptu í Junior flokki þær Herdís Birna Hjaltalín, sem var í 28. sæti með 71.13 stig, og Dóra Lilja Njálsdóttir, sem varð í 29. sæti með 66.49 stig.
Alls voru 29 keppendur í Junior flokki.
Í Advanced Novice kepptu fimm skautarar, allir úr Afrekshópi ÍSS.
Marta María Jóhannsdóttir landaði 9. sæti með 79.32 stig.
Marta María hefur nýverið hafið keppni í næsta flokki fyrir ofan, Junior flokki, og hefur strax náð viðmiðum Afrekshóps í þeim flokki.
Að auki lenti Viktoría Lind Björnsdóttir í 11. sæti með 78.87 stig, Rebekka Rós Ómarsdóttir í 15. sæti með 70.86 stig, Aldís Kara Bergsdóttir í 17. sæti með 70.60 stig og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir í 24. sæti með 63.37 stig.
Keppendur í advanced novice voru alls 34.
Skautasambandið óskar keppendum til hamingju með glæsilegan árangur.
Marta María Jóhannsdóttir Eva Dögg Sæmundsdóttir
Herdís Birna, Dóra Lilja, Kristín Valdís og Emilía Rós
Aldís Kara, Ásdís Arna, Rebekka Rós,
Marta María og Viktoría Lind