Day two at RIG
Competition today started with Advanced Novice Girls, Free Program.
After the short program Naomi Dufour, FRA, was in the lead. Viktoría Lind Björnsdóttir, ISL, was second and Annaëlle Clermidy, FRA, was third. It was close, only 0.37 points between first and second place and only 0.61 pints between second and third place.
In the end Viktoría Lind Björnsdóttir, ISL, took home the gold with a personal best score of 51.97 points for the free which gave her 81.61 in total points. She was 6.45 point ahead of Annaëlle Clermidy who came in second. Aldís Kara Bergsdóttir, ISL, had a great day and landed the bronze medal with 74.80 total points.
The Icelandic National Anthem sounded at the Victory ceremony and without a doubt gave the following Icelandic skaters a positive boost into the day.
In Advanced Boys there was only one skater, Jean Maxime Bernard from France. His total score was 76.00.
Junior Ladies competition started with their Short Program. There where 13 skaters in the group from six countries. It was a close call and the difference in the score is very little.
After today Kristín Valdís Örnólfsdóttir, ISL, is in the lead with 40.18 points. Her personal best and a record for Junior category from an Icelandic skater.
Second was Amelia Jackson, AUS, with 39.80 points and third is Marta María Jóhannsdóttir with 36.01 points.
Junior competition will be an exciting event in the Free Programs tomorrow.
In Senior Ladies there were 4 skaters, two of them from Iceland.
In the lead after short is Morgan Flood from Azerbaijan with 43.65 points. It's her second time at RIG, she is the winner of Junior Ladies at RIG 2017.
Second is Katie Pasfield, AUS, with 36.33 points and third is Þuríður Björg Björgvinsdóttir, ISL, with 28.36 points.
In Senior Men we had one competitor, Adrien Tesson from France. He was 6th at the French Nationals in December. He got 50.03 points for his short program.
Tomorrow will be eventful and full of excitement as we will have Juniors and Seniors skating Free Programs, starting at 11:00 am.
_____________________________________
Dagur tvö á RIG
Keppni í dag hófst á frjálsu prógrami hjá Advanced Novice Girls.
Eftir stutta prógrammið í gær var Naomi Dufour, FRA, efst, Viktoría Lind Björnsdóttir, ISL, önnur og Annaëlle Clermidy, FRA, þriðja. Það var mjótt á munum en einungis 0.37 stig skildu að fyrsta og annað sætið og ekki nema 0.61 stig annað og þriðja sætið.
Svo fór þó að Viktoría Lind Björnsdóttir skautaði sig úr öðru sæti í það fyrsta með persónulegt stigamet, 51.97 stig fyrir frjálsa prógramið og endaði hún með 81.61 í heildarstig eftir mótið. Hún var 6.45 stigum yfir næsta keppanda Anaëlle Clermidy frá Frakklandi, 75.16 stig. Aldís Kara Bergsdóttir frá Íslandi átti stórgóðan dag og hreppti bronsið með 74.80 í heildarstig .
Það var því íslenski þjóðsöngurinn sem hljómaði í Skautahöllinni í Laugardal og ekki laust við að það hafi sett byr undir báða vængi íslensku keppendanna sem á eftir komu.
Einnig náði hún tæknistigum upp á 20.84 stig. Hún er því annar skautari tímabilsins til þess að ná lágmörkum inn í Afrekshóp ÍSS.
Þar sem að RIG er opið alþjóðlegt mót á lista Alþjóða skautasambandsins (ISU) gilda þessi stig sem lágmörk inn á Evrópumeistaramót í Junior, en til þess að vera gjaldgengur á því móti þarf að fá 20 í tæknistig í stuttu prógrami og 35 tæknistig í frjálsu prógrami. Frábær árangur hjá Kristínu Valdísi en hún er fyrsti íslenski skautarinn til að ná þessum stigum á opinni keppni á lista ISU.
Önnur í Junior flokki eftir daginn er Amelia Jackson frá Ástralíu með 39.80 stig og Marta María Jóhannsdóttir frá Íslandi er sú þriðja með 36.01.
Keppnin á morgun verður því mjög spennandi í Junior flokki þar sem mjótt er á munum.
Efst eftir daginn er Morgan Flood frá Azerbaijan með 43.65. Morgan átti stórgóðan dag, en hún er gullverðlaunahafi Junior Ladies á RIG 2017.
Önnur er Katie Pasfield frá Ástralíu með 36.33 stig og sú þriðja Þuríður Björg Björgvinsdóttir með 28.36 stig.
Úrslitin munu ráðast í Junior ladies og Men og Senior Ladies og Men og hefst keppni kl.11:00 í Skautahöllinni í Laugardal.