#skatingiceland
Components námskeið

Components námskeið

Skautasamband Íslands býður á námskeið í "Components"

Paolo Pizzocari, ISU Referee og ISU Technical Controller, heldur námskeið í "Components" fyrir ÍSS.

Námskeiðið fer fram í Reykjavík dagana 4. -6. maí næstkomandi og er ætlað:
Öllum dómurum sem starfa eða hafa áhuga á að starfa í IJS kerfinu.
Öllum þjálfurum sem þjálfa skautara sem keppa í Basic Novice A eða ofar.
Öllum skauturum sem hafa náð viðmiðum í Afrekshóp/Úrvalshóp ÍSS. Þó geta þeir skautarar sem tóku þátt í landsliðsverkefnum á vegum ÍSS á yfirstandandi tímabili, en hafa ekki náð viðmiðum, tekið þátt líka.

ÍSS gerir kröfu um mætingarskyldu fyrir alla dómara og skautara sem hafa náð viðmiðum.

Kostnaður við þátttöku á námskeiðinu er kr. 3.500,- á mann fyrir skautara og þjálfara.
ÍSS greiðir kostnað fyrir þátttöku dómara.

Skráningar á námskeiðið skal senda til ÍSS á info@iceskate.is eigi síðar en 15.apríl 2018

Námskeiðið fer fram í húsnæði ÍSÍ og Skautahöllinni í Laugardal.
Gert er ráð fyrir að námskeiðið byrji á föstudeginum 4.maí kl.15:00 og ljúki á sunnudeginum 6.maí kl.13:00
*Athugið að nákvæmar tímasetningar og dagskrá verður tilkynnt þegar nær dregur.

Translate »