Capital Hotels á Íslandi og ÍSS í samstarf
Í dag skrifaði Skautasambandið undir tímamótasamning við Capital Hotels á Íslandi um stuðning við sambandið vegna hótelgistingar dómara á mótum í vetur.
Árni Valur Sólonsson, framkvæmdastjóri hótelanna og María Fortescue, framkvæmdastjóri ÍSS, ljáðu samningnum undirskrift sína í húsakynnum ÍSS í morgun.
Capital Hotels samanstendur af fimm hótelum sem rekin eru á Íslandi
City Park Hotel í Ármúla
City Center Hotel í Austurstræti
The Capital Inn í suðurhlíðum Fossvogs
4th Floor Hotel við Snorrabraut
B59 Hotel í Borgarnesi

