Íslenskir skautarar hafa verið á faraldsfæti undanfarið og keppt undir merkjum landsliðs Íslands á mótum af ISU lista.
Fjórar stúlkur fóru á Golden Bear í Króatíu og kepptu tvær í Advanced novice og tvær í junior. Þær Herdís Heiða Jing Guðjohnsen og Rebekka Rós Ómarsdóttir kepptu í advanced novice og stóðu sig báðar með prýði. Rebekka skautaði clean stutt og hlaut fyrir 26.27stig. Í frjálsa prógraminu gekk henni einnig prýðis vel og fékk 42.53 stig og samanlagt 68.80 stig og 22. sæti í flokkinum. Herdís var að keppa á sínu fyrsta landsliðsmóti og með eitt fall lauk hún keppni í stutta prógraminu með 24.51 stig. Í frjálsa gengu flest element vel og steig Herdís af ís með 39.41 stig og í heildina 63.92 stig og 28. sæti..
Í junior ladies voru þær Emilía Rós Ómarsdóttir og Viktoría Lind Björnsdóttir. Viktoría náði að framkvæma þrefalt Salchow en féll í tvöfalda Axelnum og fékk 30.98 stig fyrir stutta. Í frjálsa náði hún öðrum Axelnum og lauk keppni með 60.57 stig og 91.55 heildarstig og 26. sæti. Emilía átti í smá basli með stökkin í stutta og nældi sér í 24.46 stig. Í frjálsa prógraminu barðist hún vel og framkvæmdi hún öll sín element og endaði með 51.81 stig og heildarstig upp á 76.27 og 32. sæti.
Á Tirnavia Ice Cup var Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir eini keppandi Íslands og keppti hún í Advanced Novice. Þetta er annað ár Ísoldar í flokkinum. Ísold féll í tvöfalda Axelnum og poppaði þrefalt Toeloop en gerði stórgott þrefalt Salchow í samsetningu með tvöföldu Toeloop og stóð í efsta sæti flokksins með 33.93 stig. Í frjálsa prógraminu gekk henni stórvel með þrjú þreföld stökk, þar af eitt í samsetningu, auk tvöfalds Axels og hlaut fyrir 61.94 stig og heildarstig 95.87 sem dugði henni til sigurs.
Það er ekki á hverjum degi sem íslendingur stendur í efsta sæti verðlaunapallsins á erlendri grundu og erum við afar stollt af þessum frækilega árangri.
Íslenskir skautarar á alþjóðagrundvelli sækja alltaf framar í íþróttinni og verður spennandi að fylgjast með hvernig þessar stúlkur þróast á komandi tímabilum.