Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918.
Það eru 100 ár síðan að við urðum sjálfstæð þjóð með rétti til sjálfsákvörðunartöku í okkar eigin málum, sem er einn merkasti atburður í sögu þjóðarinnar.
Á Íslandsmótinu um síðustu helgi ákveðið að hylla fullveldi Íslands með lítilli athöfn þar sem að mótið fór fram á aldarafmæli fullveldis Íslands. Við fögnuðum þessum merka atburði með restinni af þjóðinni. Atburði sem hefur gefið okkur kleyft að senda skautara á erlenda grundu til að keppa í íþróttinni okkar undir okkar eigin fána og í okkar eigin nafni.
Fulltrúar skautafjölskyldunnar á Íslandi, einn frá hverju félagi; Hildur Hilmarsdóttir, Ungmennafélaginu Fjölni, Hugrún Anna Unnarsdóttir, Skautafélagi Akureyrar, Helga Xialan Haraldsdóttir,Skautafélagi Reykjavíkur og Nína Margrét Ingimarsdóttir, Fjölgreinafélaginu Ösp, skautuðu með þjóðfánann inn á ísinn. Viðstaddir hylltu fánann okkar og risu úr sætum fyrir þjóðsöngi Íslands.
Þetta var falleg stund með skautafjölskyldunni. Áhorfendur sungu með í stúkunni og dómarapanellinn stóð meðfram svellinu. Heimildir herma að fólk hafi fengið kökk í hálsinn.
Media error: Format(s) not supported or source(s) not found
Download File: https://www.iceskate.is/wp-content/uploads/2018/12/video-1543856579.mp4?_=1Download File: http://www.iceskate.is/wp-content/uploads/2018/12/video-1543856579.mp4?_=1Media error: Format(s) not supported or source(s) not found
Download File: https://www.iceskate.is/wp-content/uploads/2018/12/video-1543856571.mp4?_=2Download File: http://www.iceskate.is/wp-content/uploads/2018/12/video-1543856571.mp4?_=2Media error: Format(s) not supported or source(s) not found
Download File: https://www.iceskate.is/wp-content/uploads/2018/12/video-1543856589.mp4?_=3Download File: http://www.iceskate.is/wp-content/uploads/2018/12/video-1543856589.mp4?_=3