ÍSS óskar eftir umsóknum til tilnefningar fulltrúa
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram 20.-28. júlí 2019 í Bakú í Azerbaijan. Á leikunum verður öflugur hópur íslenskra keppenda á aldrinum 15-17 ára. Í tengslum við leikana stendur Evrópusamband Ólympíunefnda fyrir fræðsluverkefni þar sem einum ungum fulltrúa frá hverju landi er boðið að taka þátt.
Óskað er eftir einstaklingi á aldrinum 18.- 25. ára sem fylgja mun hópnum á leikana og sinna fræðslutengdum verkefnum meðan á þeim stendur. Meðal þess sem unga fulltrúanum er ætlað er að kynna gildi ólympíuhreyfingarinnar (IOC) og evrópsku Ólympíunefndanna (EOC). Ungu fulltrúarnir eiga að vera góðar fyrirmyndir og reiðubúnir að miðla reynslu sinni og aðstoða við að búa til góðar minningar frá leikunum. Æskilegt er að viðkomandi hafi tekið þátt í viðburði á vegum EOC/IOC og/eða hafi brennandi áhuga á íþróttastarfi. Mikið er lagt uppúr að fulltrúarnir séu góðir í mannlegum samskiptum og geti bæði unnið vel sjálfstætt og með öðrum. Umsækjendur þurfa að vera vel máli farnir á íslensku og ensku.
Hverju sérsambandi ÍSÍ gefst kostur á að tilnefna einn fulltrúa sem uppfyllir framangreind skilyrði
Skautasamband Íslands óskar því eftir umsóknum til þess að taka þátt í þessu verkefni.
Umsóknir skulu berast í síðasta lagi miðvikudaginn 6.mars nk. og skulu sendar á info@iceskate.is