#skatingiceland
20. skautaþing ÍSS – fyrra fundarboð

20. skautaþing ÍSS – fyrra fundarboð

Skautaþing 6.apríl 2019

Í samræmi við 6. grein laga ÍSS, er hér með boðað til 20. Skautaþings ÍSS. Skautaþingið verður haldið laugardaginn 6. apríl á B59 Hotel, Borgarbraut 59, Borgarnesi.

Tillögur sem óskast teknar fyrir á Skautaþingi, skulu hafa borist stjórn ÍSS minnst þremur vikum fyrir Skautaþing, þ.e. 16. mars nk.

Tilkynningar um framboð til stjórnar og varastjórnar ÍSS skulu berast kjörnefnd Skautaþings eigi síðar en þremur vikum fyrir Skautaþing, þ.e. 16. mars nk.

Eigi síðar en tveimur vikum fyrir Skautaþing, þ.e. 23. mars nk., skal ÍSS senda aðilum dagskrá þingsins og tillögur sem borist hafa ásamt þeim tillögum sem ÍSS hyggst leggja fyrir þingið.

Drög að dagskrá

8:00 Formaður og framkvæmdastjóri funda með formönnum og varaformönnum aðildafélaga

  1. Skipulag næsta keppnistímabils og verkefni framundan.
  2. Áherslur stjórnar fyrir tímabilið kynntar.

9:00 Málstofa um Siðareglur ÍSS og birtingarmyndir ofbeldis innan íþróttarinnar
11:00 Setning 20. Skautaþings ÍSS
13:00 Hádegisverður í boði ÍSS
17:00 Þingslit - B59 Hotel býður uppá drykk að þingsköpum loknum.
18:30 Hátíðarkvöldverður í tilefni 20. Skautaþings ÍSS

-----

Til þess að bóka herbergi, vinsamlegast sendið póst á ​reception@b59hotel.is​ og takið fram að þið séuð hluti af hópi Skautasambands Íslands. Gefa þarf upp nafn, símanúmer og greiðslukortanúmer.

Vinsamlegast athugið að ÍSS fékk aðeins 20 herbergi á þessu verði og því mikilvægt að bóka sem allra fyrst. Einnig mælum við með að fólk deili herbergjum til þess að sem flestir fái herbergi á þessu verði.

Translate »