ISU Junior Grand Prix of Figure Skating er mótaröð sem hófst árið 1997. Mótaröðin samanstendur af sjö mótum og einu úrslitamóti (ISU Junior Grand Prix of Figure Skating Final). Á mótaröðinni keppa skautarar sem eru á hraðri uppleið í skautaheiminum og gefur skauturum sem eru á aldrinum 13 til 19 ára tækifæri til þess að keppa á háu getustigi alþjóðlega.
Mótaröðin er nú haldin í 23. sinn.
Stigakerfi sem byggir á úrslitum móta er notað til að ákvarða hverjir vinna sér inn þátttökurétt á úrslitamótinu. Sex keppendur í hverri keppnisgrein (einstaklings kvenna og karla, pör og ísdans) keppa til úrslita.
Öllum keppnum á mótaröðinni er streymt beint á Youtube rás mótaraðarinnar.
Stjórn Skautasambands Íslands hefur, í samvinnu við Afreksnefnd ÍSS, valið á tvo keppendur sem keppa fyrir Íslands hönd á JGP 2019.
Þeir keppendur sem fara fyrir Íslands hönd eru:
- Aldís Kara Bergsdóttir
Hún mun keppa í Lake Placid í Bandaríkjunum, 28. - 31. ágúst - Marta María Jóhannsdóttir
Hún mun keppa í Gdansk í Póllandi, 18. - 21. september
Þær munu vera varamenn fyrir hvor aðra.
Þetta er í annað skiptið sem Marta María fer á JGP en það fyrsta hjá Aldísi Köru.