ÍSS biður þig um hjálp vegna COVID-19
Í dag er staðan sú að ÍSS getur ekki fullmannað panel án þess að nýta alþjóðasamgöngur (flytja inn fólk sem býr erlendis). Þar sem mikil óvissa er nú á tímum COVID-19 um hvernig og hvenær ferðabanni verði aflétt, og einnig um verð og almennt aðgengi að flugi eftir að ferðabanni verður aflétt, er brýn þörf á fleiri dómurum og tæknifólki fyrir næsta vetur.
Til að tryggja að hægt verði að halda mót á listskautum næsta vetur býður ÍSS upp á tvö námskeið í sumar, eitt fyrir dómara og dómaraefni og annað fyrir starfsmenn á tæknipanel (TS, ATS, TC). Námskeiðin munu fara fram í fjarnámi.
ÍSS vill biðla til ykkar, skautasamfélagsins og fyrrverandi meðlimi þess, að skrá ykkur og mæta á þessi námskeið til að hjálpa ÍSS að tryggja að mót verði haldin á landinu næsta vetur.
Áætlað er að halda fjarfyrirlestra allt að vikulega yfir sumarmánuðina. Tímarnir eru með ýmsu sniði svo sem fyrirlestrar, verkefnavinna, videoæfingar o.fl. Námskeiðin verða ekki á sama tíma, þannig verður hægt að sækja bæði námskeiðin. Hver tími verður einnig tekinn upp og gerður aðgengilegur þeim sem skráðir eru á námskeiðið, er það hugsað til þess að koma til móts við þátttakendur sem eru að gefa tíma sinn og erfitt að vera laus í hvert skipti. Að loknu námskeiði verða allir þátttakendur metnir til réttinda (meira um það hér að neðan).
Skráning á bæði námskeið fer fram hér:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSf5ys-8WEMVrpdMePhwjJ0c2STejANrmLqwAiz-2jBSAuUMew/viewform?usp=sf_link
Við óskum eftir skráningum fyrir föstudaginn 12.júní
Fyrrverandi starfsmenn á panel munu geta náð sömu réttindum og áður ef þeir standast rétt mat og eru því sérstaklega hvattir til að sækja námskeiðið (þar sem erfiðast verður að manna efstu flokka).
Hjálpumst að við að tryggja að skautarar landsins geti keppt á næsta tímabili!
Baráttukveðja,
Stjórn ÍSS og Dómara- og tækninefnd ÍSS