#skatingiceland
Þjálfaramenntun ÍSS – Námskrá sérgreinahluta

Þjálfaramenntun ÍSS – Námskrá sérgreinahluta

Stjórn ÍSS, í samvinnu við Þjálfunar- og fræðslunefnd ÍSS, hefur gefið út Námskrá þjálfaramenntunar fyrir sérgreinahluta ÍSS.

Samkvæmt stefnuyfirlýsingu ÍSS um þjálfaramenntun sem samþykkt var af stjórn þann 6. júní 2020 skal ÍSS og aðildarfélög:

  1. Hafa eingöngu menntaða þjálfara á sinni launaskrá og að aðstoðarmaður fái eingöngu að vera við kennslu undir handleiðslu skautaþjálfara með tilskilin réttindi
  2. Tryggja þjálfurum tækifæri til menntunar og eflingar í starfi m.a. með þjálfaranámskeiðum, endurmenntun, ráðstefnum og fyrirlestrum sem í boði eru hjá ÍSS, ÍSÍ, háskólum og eftir því sem komið er við erlendis
  3. Hvetja þjálfara til þátttöku í þróunar- og samvinnuverkefnum milli aðildarfélaga ÍSS og eftir því sem komið er við erlendis
  4. Meta menntun og reynslu starfandi þjálfara til launa og ábyrgðar
  5. Ganga úr skugga um að þjálfarar vinni eftir þeim lögum og reglum sem gilda um íþróttina
  6. Ganga úr skugga um að allir þeir sem koma að þjálfun barna og ungmenna innan íþróttagreinarinnar hafi hreina sakaskrá og starfi samkvæmt siðareglum ÍSS, ÍSÍ og ISU
  7. Hafa að leiðarljósi þá sáttmála sem í gildi eru á hverjum tíma í öllum verkefnum og á öllum viðburðum innan íþróttarinnar
  8. Ganga úr skugga um að þjálfarar vinni ávallt með hag og heilbrigði íþróttamannsins að leiðarljósi.

 

Það er markmið Skautasambands Íslands að byggja upp og efla þjálfaramenntun til þess að tryggja að þjálfarar innan skautahreyfingarinnar hafi menntun og tilskilin réttindi til þjálfunar, íþróttinni til framdráttar.  Lögð er áhersla á að með íþróttaiðkun verði til hæfari og sterkari einstaklingar sem hafa fengið tækifæri til vaxtar í öruggu og hvetjandi umhverfi.

 

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSS og ÍSÍ á vefsíðu ÍSS hér: www.iceskate.is/menntun

Translate »