#skatingiceland
AFLÝST : Fræðslufundur ÍSS

AFLÝST : Fræðslufundur ÍSS

Því miður hefur ÍSS þurft að aflýsa fyrirhuguðum fræðslufyrirlestri sínum þar sem að ekki þótti ráðlegt að hafa svo marga einstaklinga saman í rými.

Þjálfunar- og fræðslunefnd mun senda út fræðslu í næstu viku sem mikilvægt er að kynna sér vel.

Laugardaginn 26. september kl.16:00-17:00 fer fram fyrsti fræðslufundur tímabilsins.

Fræðslufyrirlestrar ÍSS eru á vegum þjálfunar- og fræðslunefndar ÍSS og vill Skautasambandið undirstrika mikilvægi þess að sem flestir mæti á fræðslufyrirlestrana sem eru í boði.
Fræðslan er bæði mikilvægur hluti endurmenntunar þjálfara sem og góð viðbót fyrir iðkendur, foreldra/forráðamenn og stjórnir félaga.

Fyrirlestrar fara fram á íslensku og ensku.

Dagskrá:

  • Kynning á hlutverki Æskulýðsvettvangsins og námskeiðum á þeirra vegum
    Meðal annars á námskeiðunum ,,Verndum þau“ og ,,Einelti í íþrótta- og æskulýðsstarfi“
  • Kynning á Siðareglum ÍSS.
Translate »