#skatingiceland
Evrópumeistaramót ISU 2022

Evrópumeistaramót ISU 2022

Stór dagur í íslenskri skautasögu á morgun

Þá hefur verið dregið í keppnisröð á Evrópumeistaramótinu í listskautum í Tallinn í Eistlandi. Aldís Kara Bergsdóttir fékk þann heiður að byrja keppnina í kvennaflokki og mun hún skauta stutta prógramið sitt á morgun, fimmtudaginn 13. Janúar, kl 09:59 að íslenskum tíma, fyrst íslenskra kvenna.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Aldís fær þetta rásnúmer og er því öllu vön en hún skautaði einnig fyrst á Ólympíuúrtökumótinu í Oberstdorf í september á síðasta ári.

Í stutta prógraminu á morgun eru 36 keppendur skráðir til leiks frá 30 löndum og meðal þeirra einhverjir þeir bestu skautarar í heiminum í dag.

Í dag var tekið Pure as Ice próf, en það er skyldupróf frá ISU og reynir á þekkingu keppenda í lyfjamálum og hvar á að sækja sér upplýsingar um þau. Prófið geta allir tekið og má finna það á heimasíðu ISU: www.isu.org

Íslenska sendinefndin eru staðkunnug í Tallinn enda var Heimsmeistarmót unglinga 2020 haldið í höllinni í Tondiraba og gist á sama hóteli. Aldís Kara hefur hitt aðra keppendur sem hún hefur kynnst á keppnisferðum og sótti æfinguna í dag og í gær með stúlkunum sem keppa fyrir Noreg og Danmörku. Allt utanumhald um keppendur er strangt og vel skipulagt og fara allir í sendinend Íslands í Covid próf daglega. Þegar þetta er skrifað var íslenski hópurinn að fá neikvæða niðurstöðu úr prófi dagsins og því allt klárt fyrir morgundaginn. Haft var eftir farastjóranum að það væri jákvætt að vera neikvæður í þessu eina tilviki í þessari ferð. Morgundagurinn verður tekinn snemma, eða klukkan 7 í Tallinn, með æfingu. Planið í kvöld er að borða saman og slappa síðan af yfir sjónvarpinu og fara snemma að sofa.

Hópurinn biður að heilsa heim og þá sérstaklega Aldís Kara sem er vel stemmd fyrir morgundeginum.

 

Fylgjast má með keppni í stutta prógraminu á Youtube síðu ISU https://www.youtube.com/watch?v=ZmUTtZvdfdk

Úrslit má finna hér http://www.isuresults.com/results/season2122/ec2022/SEG003.htm

Translate »