
Júlía Rós Viðarsdóttir verður fulltrúi ÍSS á Ólympíumóti Evrópsku æskunnar (e. European Youth Olympic Winter Festival - EYOWF)
Mótið fer fram í Vuokatti, Finnlandi, dagana 20.-25. mars nk.
Júlía Rós fer ásamt þjálfara sínum, Darja Zajcenko, og hópi frá Skíðasambandi Íslands.
ÍSÍ sér um utanumhald og skipulagningu ferðarinnar og er fararstjóri á vegum þeirra með í ferð.