Þingstaður
Þingið verður haldið í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6, 104 Reykjavík, í sal E
Þingsetning
Þingsetning verður kl. 12:00 þann 30. apríl 2022. Þingslit eru áætluð kl.16:30. Boðið verður uppá léttar veitingar.
Þinggögn
Þinggögn verða aðgengileg útprentuð á þingstað en þau verða einnig send út í tölvupósti.
Dagskrá samkv. 9 grein laga ÍSS
- Þingsetning
- Kosin þriggja manna kjörbréfanefnd
- Kosning þingforseta
- Kosning þingritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Ársuppgjör sambandsins lagt fram
- Umræður og samþykkt reikninga
- Ávarp gesta
- Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram
- Kosning þingnefnda
- Lagabreytingatillögur
- Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði og önnur mál sem lögð hafa verið fyrir þingið ef þingmeirihluti leyfir
- Þingnefndir taka til starfa
- Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum
- Umræður um tillögur nefnda og atkvæðagreiðslur um þær
- Önnur mál
- Kosning stjórnar ÍSS og varastjórnar, skv. 12. gr.
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga
- Þingslit