Norræn barna- og unglingaráðstefna
Norræn barna- og unglingaíþróttaráðstefna fer fram á einhverjum af Norðurlöndunum á þriggja ára fresti. Dagana 4.-6. nóvember mun hún fara fram rétt fyrir utan Helsinki.
Í hvert sinn sem ráðstefnan er haldin velur undirbúningshópur átta íþróttagreinar sem stendur til boða að sækja þessa ráðstefnu. Að þessu sinni verða íþróttagreinarnar eftirtaldar; listskautar, dans, golf, handbolti, íshokký, fimleikar, skíði (alpagreinar) og tennis.
ÍSS leggur upp með að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna og verður annar þeirra þjálfari.
Sá þjálfari verður valinn úr innsendum umsóknum.
Áhugasamir þjálfarar eru hvattir til þess að sækja um. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk.
Nordic Children and Youth Sports Conference
The Nordic Children and Youth Sports Conference takes place every three years in any of the Nordic countries. This year, on November 4.-6., it will be held in Helsinki.
At every conference a working group chooses eight sports disciplines that can participate in the conference. This time the sports are; figure skating, dance, golf, handball. hockey, gymnastics, alpine skiing and tennis.
ÍSS intends to send to representatives to the conference, one of which will be a coach.
The coach will be chosen from applications sent in.
All coaches who are interested in participating should apply. Application deadline is August 1st.