Námskeið dómara og tæknifólks fer fram 12.-14. ágúst í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6.
Nýliðanámskeið hefur farið fram á netinu síðasta mánuðinn og lýkur því með námskeiðslotu í íþróttamiðstöðinni á miðvikudaginn 10. ágúst kl.19:00-21:00.
Allir áhugasamir eru velkomnir að mæta í upprifjun.
Ef þú ert ekki búin að skrá þig en vilt taka þátt sendu þá skráningu inn hér.
Kennarar á námskeiðunum eru:
Guðrún Brynjólfsdóttir (Nýliðanámskeið)
Hulda Líf Harðardóttir (Nýliðanámskeið tæknifólks)
María Fortescue (Grunnpróf + dómaranámskeið)
Raffaella Locatelli (dómaranámskeið + tækninámskeið)
ÍSS er stolt af því að eiga sérfræðinga á sínu sviði sem geta miðlað af sinni reynslu og þekkingu.
Raffaella Locatelli er að koma til okkar í fyrsta sinn og erum við glöð að geta tekið á móti henni.
Raffaella er frá Ítalíu þar sem hún hóf sinn feril sem skautari.
Árið 1978 byrjaði hún að starfa á dómarapanel og fékk ISU réttindi dómara 1988
Hún er ISU Referee og ISU TC
Hún hefur starfað á fjölda ISU úrslitamóta ásamt Ólympíuleikanna í Torino og Kóreu.
Dagskrá 12. - 14. ágúst
Föstudagur
kl.18:00 - Hvernig dæmir maður Grunnpróf ?
- Kennari er María Fortescue
Laugardagur
kl. 9:00-12:00 Dómaranámskeið
- Kennarar eru Raffallea Locatelli og María Fortescue
kl. 13:00-17:00 Tækninámskeið
- Kennari er Raffaella Locatelli
Sunnudagur
kl. 9:00-12:00 Tækninámskeið
- Kennari er Raffaella Locatelli
kl.13:00-17:00 Dómaranámskeið
- Kennarar eru Raffaella Locatelli og María Fortescue