#skatingiceland
Vormót ÍSS 2023

Vormót ÍSS 2023

Vormót ÍSS fór fram um síðastliðna helgi í Skautahöllinni á Akureyri.
Mótið fór vel fram og mættu skautarar fullir eldmóðs til þess að sýna hvað í þeim býr.

Vormót ÍSS er ávallt síðasta mót tímabilsins á vegum ÍSS og eru þá í lok móts Bikarmeistarar ÍSS krýndir. Það liggur því mikið undir og mikil spenna ríkir.

Að þessu sinni var keppnisflokkum í Félagalínu einnig boðið til keppni og gekk það vonum framar og er það von ÍSS að það muni vera hægt að halda áfram að bjóða upp á fjölbreyttara keppnisform á mótum ÍSS.

Eftir að opnar æfingar fóru fram og uppsetning fyrir mótið á föstudagskvöldi gat keppni hafist á laugardagsmorgni.
Það voru stúlkurnar í Intermediate Novice sem hófu mótið. Þar var það Helena Katrín Einarsdóttir sem vann, í öðru sæti var Bára Margrét Guðjónsdóttir og í því þriðja var Ágústa Ólafsdóttir. Þær eru allar úr Skautafélagi Reykjavíkur.
Þá var komið að Intermediate Women. Þar var það Fjölnisstelpan Tanja Rut Guðmundsdóttir sem vann og Dharma Elísabet Tómarsdóttir úr SR sem var í öðru sæti, í þriðja sæti var Rakel Sara Kristinsdóttir úr Fjölni.
Í Intermediate Men er einn keppandi, Halldór Hrafn Reynisson. Hann stóð sig með stakri prýði.

Næst var komið að stuttu prógrammi í ISU keppnisflokkunum.
Í Advanced Novice voru fjórir keppendur. Eftir fyrsta daginn var það Sædís Heba Guðmundsdóttir, SA, sem leiðir.
Í Junior Women er einn keppandi, Lena Rut Ásgerisdóttir og í Senior Women er einn keppandi, Júlía Sylvía Gunnarsdóttir.

Í fyrsta sinn á Íslandi er keppandi í Senior Men. Það er Alessandro Fadini sem keppir fyrir Fjölnir sem keppti nú á sínu fyrsta móti á Íslandi og í fyrsta sinn fyrir sitt nýja félag, Fjölnir.
Það verður spennandi að fylgjast með Alessandro á næstu mánuðum og sjá hvernig honum farnast hjá nýju félagi.

Basic Novice var eins og vant er stór og spennandi keppnisflokkur. Svo fór að lokum að Elín Katla Sveinbjörnsdóttir sigraði, Berglind Inga Benediktsdóttir var í öðru sæti og Arna Dís Gísladóttir var í því þriðja. Þær eru allar úr Fjölni.

Í flokkum Chicks og Cubs eru ekki gefin upp verðlaunasæti, en allir keppendur fá þátttökuviðurkenningu.

Eftir hlé var hafin keppni á Félagalínumótinu.

Fyrstar á ísinn voru yngstu keppendur mótsins 6 ára og yngri, 8 ára og yngri og 10 ára og yngri. Í þessum keppnisflokkum eru ekki gefin upp verðlaunasæti, en allir keppendur fá þátttökuviðurkenningu.

Síðasti keppnisflokkur dagsins var svo flokkur 12 ára og yngri.
Í fyrsta sæti var Edil Mari Campos Tulagan, í öðru sæti var Ágústa Fríður Skúladóttir og í þriðja sæti var Sara Lauren Idmont Skúladóttir.

Á sunnudegi var haldið áfram keppni og hófuð við dagskránna á keppnisflokkum í Félagalínunni.
Fyrsti keppnisflokkur dagsins var 14 ára á yngri stúlkur. Í fyrsta sæti var Selma Ósk Sigurðardóttir, í öðru sæti var Ása Melkorka Daðadóttir og í þriðja sæti var Júlía Lóa Unnarsdóttir Einarsdóttir.
Í keppnisflokknum 14 ára og yngri drengir var einn keppandi; Marino Máni Þorsteinsson.

Síðasti keppnisflokkur úr Félagalínunni var keppnisflokkur 15 ára og eldri. Þar var það Ísabella María Jónsdóttir Hjartar sem sigraði, í öðru sæti var Hildur Emma Stefánsdóttir og í þriðja sæti Helga Kristín Eiríksdóttir.

Að lokum var svo keppt í frjálsu prógrammi í ISU keppnisflokkum.
Eftir að hafa verið efst í Advanced Novice eftir stutta prógrammið jók Sædís Heba Guðmundsdóttir, SA, enn frekar forskotið sitt í frjálsa prógramminu og vann mótið með yfirburðurm, eða tæpum 15 stigum. Í öðru sæti var Indíana Rós Ómarsdóttir, SR, og í þriðja sæti var Katla Karítas Yngvadóttir, SR.
Lena Rut Ásgeirsdóttir var eini keppandinn í Junior Women og lauk hún keppni með 77.69 í heildarstig.
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir hefur átt farsælan feril í Junior hingað til og var að keppa á sínu fyrsta móti í Senior Women. Hún átti gott mót og lauk keppni með 108.81 í heildarstig.
Eins og fyrr segir var í fyrsta sinn keppandi í Senior Men á Íslandi. Alessandro Fadini sýndi hvað í sér býr en það er greinilegt að hann á mikið inni. Hann lauk keppni með 169.86 í heildarstig.

Vormótið er alltaf spennandi mót þar sem margir skautarar eru að spreyta sig í nýjum keppnisflokkum og aðrir skautarar eru að prufukeyra ný prógröm. En á sama tíma er erfitt að kveðja keppnistímabilið.

Skautasamband Íslands þakkar öllu skautasamfélaginu fyrir frábært skautatímabil og hlakkar til þess næsta.

Translate »