#skatingiceland
Junior Grand Prix 2023

Junior Grand Prix 2023

Junior Grand Prix (JGP) 2023

Junior Grand Prix mótaröðin (JGP) er svokallað kvótamót. Það þýðir að hver þjóð á rétt á ákveðnum fjölda keppenda á ákveðið mörgum mótum. Ísland á núna kvóta á tvö mót, einn keppanda á hvort mót.
Að þessu sinni fengum við aftur úthlutað sæti á mótinu sem fer fram í Yerevan í Armeníu. ÍSS tók þá ákvörðun að senda ekki lið til keppni á þá svæði að svo stöddu. Það þýðir að við sendum skautara eingöngu á eitt mót að þessu sinni.

Stjórn ÍSS, með astoð afreksnefndar, hefur tekið ákvörðun um það hvaða skautari hefur verið valinn sem fulltrúi Íslands á mótaröðinni.

Skautarinn sem hefur verið valinn til þátttöku á JGP árið 2023 er:

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir, Fjölni

Mótið sem farið verður á er:

6.-9. september : Istanbul, Tyrklandi

Translate »