
Liðsstjóri - Team Leader
ÍSS leitar að liðsstjórum til þess að ferðast með landsliðshópum sambandsins í ýmsum verkefnum.
Verkefni liðsstjóra erum margvísleg en snúa aðallega að því að vera hlutlaus aðili fyrir skautara og þjálfara, halda og leiða liðið, tengiliður við mótshaldara á staðnum og samskiptaaðili við fjölmiðla svo fátt eitt sé nefnt.
Staða liðsstjóra hentar vel þeim sem hafa þekkingu á skautaíþróttinni, hvort sem það hefur verið með nefndarstörfum eða með vinnu sinni á panel eða við þjálfunarstörf. En allir áhugasamir eru hvattir til þess sækja um.
Sótt er um með því að senda tölvupóst á Afreksstjóra ÍSS á formadur@iceskate.is