#skatingiceland
Vormót ÍSS 2024

Vormót ÍSS 2024

Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni á Akureyri um síðustu helgi.
Mótið er síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts eins og vant er orðið.

Að þessu sinni var um að ræða eitt stærsta mót sem haldið hefur verið síðustu árin.
Keppendur í Félagalínu voru fjölmargir ásamt keppendum í flokkum Special Olympics / Adaptive Skating.
Einnig var, í fyrsta sinn í 42 ár, keppt opinberlega í skautahlaupi á Íslandi.

Keppnin hófst snemma á föstudegi þar sem að búist var við þéttri dagskrá alla helgina.
Fyrstu keppnisflokkarnir voru í Félagalínu, 6 ára-, 8 ára- og 10 ára og yngri. En í þeim keppnisflokkum eru ekki gefin upp úrslit heldur fá allir þátttökuviðurkenningar. Síðasti keppnisflokkur dagsins var 25 ára og eldri dömur þar sem að einn keppandi keppti, Varvara Voronina.

Laugardagurinn var langur keppnisdagur.
Hófst hann á keppni með flokki 12 ára og yngri í félagalínunni sem var lang stærsti keppnisflokkur mótsins með 26 keppendur.
Í fyrsta sæti var Carmen Sara Davíðsdóttir, í öðru sæti var Jóhanna Harðardóttir og í því þriðja Sigrún Karlsdóttir.
Þá tóku við keppendur í flokki 14 ára og yngri srúlkur. Þar sigraði Sara Laure Idmont Skúladóttir, önnur var Lilja Harðardóttir og sú þriðja Ágústa Fríður Skúladóttir.
Tveir keppendur skautuðu í keppnisflokknum 15 ára og eldri konur. Svo fór að Sóley Kristín Hjaltadóttir sigraði og Hildur Emma Stefánsdóttir varð önnur.
Þá var komið að karlaflokkunum, í 14 ára og yngri keppti Baldur Tumi Einarsson og í 15 ára og eldri keppti Marinó Máni Þorsteinsson.

Eftir stutt hlé var komið að keppni í Special Olympics keppnisflokkunum
Í Level 4 keppti Sóldís Sara Haraldsdóttir. Í Level 3 11 ára og yngri var Íris Díana Willatzen í fyrsta sæti og Helga Júlía Árnadóttir í öðru, í Level 3 16 - 21 árs sigraði Fatima Kobre, í Level 3 22 ára og eldi sigraði Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer. Í Level 2 12-15 ára sigraði Hulda Björk Geirdal Helgadóttir, í Leveld 2 16-21 árs sigraði Védís Harðardóttir. Og í Level 1 16-21 árs sigraði Tanya Rós Sigurbjörnsdóttir, í Level 1 22 ára og eldri var Bjarki Rúnar Steinarsson í fyrsta sæti og Snædís Egilsdóttir í öðru sæti.

Eftir Verðlaunaafhendingu hófst keppni í ÍSS keppnisflokkum.
Fyrsti keppnisflokkur var Intermediate Novice. Þar var það Unnur Þorbjörg Ragnarsdóttir sem var í fyrsta sæti, önnur var Elín Ósk Stefánsdóttir og sú þriðja Ilma Kristín Stendlund. Gaman að segja frá því að allir keppendur í þessum keppnisflokkir eru frá Skautafélagi Reykjavíkur.
Næst var komið að Chicks og Cubs. En í þessum keppnisflokkum eru ekki gefin út úrslit og fá allir keppendur þátttökuviðurkenningu.
Eftir heflun var keppt með stutt prógram í Advanced Novice og Junior Women.
Í Advanced Novice var Elín Katla Sveinbjörnsdóttir efst eftir daginn og Berglind Inga og Helena Katrín næstar á eftir henni.
Í Junior Women var Lena Rut efst eftir daginn og Sædís Heba og Freydís Jóna Jing næstar á eftir henni.

Í lok dags var svo komið að því að keppt var í skautahlaupi. En eins og fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem keppt er opinberlega á vegum ÍSS í skautahlaupi í 42 ár.
Keppt var í flokkum ungmenna og fullorðinna og einnig var keppt í flokkum Special Olympics.
Úrslit í skautahlaupinu fóru svo:
Ungmenni SO hópur 1: 1. sæti Íris Dana Willatzen, 2. sæti Helga Júlía Árnadóttir
Ungmenni SO hópur 2: 1. sæti Hulda Björk Geirdal Helgadóttir, 2. sæti Edvard Þór Ingason
Fullorðnir SO hópur 1: 1. sæti Bjarki Rúnar Steinarsson, 2. sæti Tanya Rós Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti Snædís Egilsdóttir
Fullorðnir SO hópur 2: 1. sæti Fatimata Kobre, 2. sæti Védís Harðardóttir, 3. sæti Jóhanna Sigurðuardóttir Teuffer
Ungmenni 12-16 ára: 1. sæti Anna Sigrún Jóhannesdóttir, 2. sæti Ylva Ísadóra Erwinsdóttir
Fullorðnir 17+: 1. sæti Andri Freyr Magnússon, 2. sæti Jóhannes Jakobsson

Sunnudagur var lokadagur Vormótsins.
Haldið var áfram með keppni í ÍSS keppnisflokkum og voru það Basic Novice sem byrjuðu daginn. Þar var það Arna Dís Gísladóttir, Fjölni, sem var í fyrsta sæti, Elysse Marie Alburo Mamalias, SR, var í öðru sæti og Helga Mey Jóhannsdóttir, SA, í því þriðja.
Næst voru það Intermediate Women sem kepptu. Ágústa Ólafsdóttir, SR, var þar í fyrsta sæti, Sunna Dís Hallgrímsdóttir, SR, í öðru sæti og Selma Ósk Sigurðardóttir, SR í því þriðja.
Að lokum var keppt með frjálst prógram í Advanced Novice og Junior Women.
Í Advanced Novice voru úrslit þannig að Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Fjölni, sigraði með 89.11 heildarstig, önnur var Berglind Inga Benediktsdóttir, Fjölni, með 69.77 heildarstig og sú þriðja var Helena Katrín Einarsdóttir, SR, með 69.57 í heildarstig. Mjótt á munum hjá þeim. Sú fjórða var Katla Karítas Yngvadóttir, SR, með 69.03.
Í Junior Women þurfti Freydís Jóna Jing því miður að draga sig úr keppni fyrir frjálsa prógrammið eftir slæmt fall í stutta prógramminu sem leiddi til slæmra meiðsla og gat hún því ekki lokið keppni að þessu sinni.
Úrslit voru þannig að Lena Rut Ásgeirsdóttir, Fjölni, sigraði með 115.16 í heildarstig, önnur var Sædís Heba Guðmundsdóttir, SA, með 103.97 stig en hún er að keppa á sínu fyrsta móti í keppnisflokknum, þriðja var Dharma Elísabet Tómasdóttir, SR, með 80.12 stig.

 

Um leið og við hjá Skautasambandi Íslands þökkum fyrir frábært Vormót þá viljum við þakka öllu skautasamfélaginu fyrir frábært skautatímabil og við hlökkum til þess næsta.

Translate »