#skatingiceland
JGP 2024

JGP 2024

Sædís Heba keppti fyrir hönd ÍSS á JGP 2024

Um síðustu helgi fór fram seinna JGP mótið sem ÍSS átti fulltrúa á.
Að þessu sinni var Sædís Heba Guðmundsdóttir valin til þess að keppa á tveimur mótum á mótaröðinni fyrir hönd ÍSS. Þetta er í fyrsta sinn sem Sædís Heba keppir á JGP, en hún hóf keppni í Junior flokki á vormánuðum.

Fyrra mótið var JGP Riga Cup, í Riga Lettlandi. Þangað hélt Sædís Heba með þjálfara sínum, Jana Omelinova, og liðsstjóra, Kötlu Rún. Einnig send ÍSS dómara á mótið, Höllu Björgu.
Á fyrra keppnisdeginum voru ekki allir hluta prógrammsins að ganga upp hjá Sædísi og var hún með tvö föll. Hún fékk fyrir stutta prógrammið 28.41 stig og 34.sætið eftir daginn.
Seinni keppnisdagurinn gekk betur, en tæknilegar villur settu strik í reikninginn. Fyrir frjálsa prógrammið fék hún 57.67 stig og 31.sætið þann daginn.
Heildarstigin hennar voru 86.08 og 31.sætið samanlagt.

Seinna mótið var JGP Solidarity Cup, í Gdansk Póllandi. Þangað fór Sædís Heba með þjálfara sínum og liðsstjóra, Kristínu Ómarsdóttur. Einnig var sendur dómari á vegum ÍSS.
Á fyrra keppnisdegi voru flest tæknileg atriði að ganga upp hjá Sædísi. Sem sýndi sig í góðum einkunnum fyrir Components (innihald prógrams). Fyrir stutta prógrammið fékk hún 37.46 stig og 28.sætið eftir daginn.
Seinni keppnisdagurinn hennar gekk einnig nokkuð vel. Fékk hún fyrir frjálsa prógrammið 68.99 stig og 28.sætið eftir daginn.
Heildarstigin hennar voru 106.45 og 27.sætið samanlagt.

Góð frumraun á JGP mótaröðinni hjá Sædísi Hebu með bestu stig tímabilsins á seinna mótinu.
Með þessari frammistöðu er hún að stimpla sig inn sem einn sterkasta Junior skautara ÍSS og verður spennandi að fylgjast með henni á næstu misserum.

*myndirnar eru fengnar að láni frá Getty Images

Translate »