#skatingiceland
NLT Dagur 2

NLT Dagur 2

Northern Lights Trophy Dagur 2

Dagur tvö á NLT fór fram með góðu móti.
Skautararnir tóku daginn snemma og mættu á official practice.
kl.12:35 hófst svo keppnin.

Fyrstu keppnisflokkarnir voru á interclub hluta mótsins og voru það stúlkurnar í Intermediate Novice sem voru fyrstar á ísinn. Í þeim keppnisflokki voru eingöngu íslenskir skautarar.
Í fyrsta sæti ver Unnur Þorbjörg Ragnarsdóttir, frá SR, með 25.45 stig. Í öðru sæti var Kolbrún Jóhanna Sveinsdóttir, SR, með 24.04 stig. Og í þriðja sæti var Ilma Kristín Stenlund, SR, með 23.04 stig.

Næsti keppnisflokkur var Intermediate Women. Þar var það Elva Ísey Hlynsdóttir, Fjölni, sem sigraði með 32.22 stig. Önnur var Ágústa Ólafsdóttir, SR, með 29.94 stig. Sú þriðja var Lilja Harðardóttir, Fjölni, með 24.49 stig.

Síðasti keppnisflokkurinn á interclub mótinu var svo Advanced Novice sem kepptu með frjálst prógram, í framhaldi af stutta prógramminu daginn áður. Miah Fragnito, frá IceLab á Ítalíu, hélt fyrsta sætinu í frjálsa með 61.39 stig og sat uppi sem sigurvegari með 96.57í heildarstig. Önnur í frjálsa Prógramminu var Ella Risa Gomez, frá Asker Noregi, með 52.68 stig og hafnaði hún í öðru sæti samanlagt með 84.90 í heildarstig. Sú þriðja í frjálsa prógramminu var Marit-Christine Waeroy Hansen, frá Follo Kunstlobklub Noregi, með 52.02 stig. Hún hafði verið í sjötta sæti eftir stutta prógrammið en vann sig upp í frjálsa og hafnaði í þriðja sæti með 79.14 í heildarstig.
Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Fjölni, hafði verið þriðja eftir stutta prógrammið en hún hafnaði í fjórða sætinu samanlagt með 77.40 í heildarstig.

Eftir að keppni lauk í interclub hluta mótsins var formleg opnun alþjóðlega mótsins Northern Lights Trophy. Skautarar úr öllum aðildarfélögum tóku þátt í opnunaratriði og Svava Hróðný Jónsdóttir, formaður ÍSS, opnaði mótið.

Á fyrsta degi alþjóðlega mótsins var keppt með stutt prógram.
Fyrsti keppnisflokkurinn var Junior Women. Þar á ÍSS tvo fulltrúa. Sædísi Hebu Guðmundsdóttur og Dhörmu Elísabet Tómasdóttur.
Í fyrsta sæti eftir stutta prógrammið var Venla Sinisalo, Finnlandi, með 48.67 stig. Í öðru sæti var Vivien Papp, Ungverjalandi, með 46.72 stig. Og í þriðja sæti var Lena Ekker, Ungverjalandi, með 45.05 stig.

Næsti keppnisflokkur var Senior Women. Þar var það Linnea Kilsand, Noregi, sem var efst með 49.58 stig. Önnur var Mia Risa Gomez, Noregi, með 47.13 stig. Þriðja var Marietta Atkins, Póllandi, með 41.87 stig.

Síðasti keppnisflokkur dagins var Senior Men. Þar er eingöngu einn keppandi, Chiu Hei Cheung frá Hong Kong. Hann fékk 47.49 stig fyrir frammistöðu sína í stutta prógramminu.

Í lok dags sýndu Júlía Sylvía og Manuel stutta prógrammið sitt. En þau eru nýtt par í paraskautun sem munu keppa fyrir Ísland frá nóvember.
Það var mikil spenna að sjá loksins íslenskt par og margir mættir í stútuna að fylgjase með þeim, þrátt fyrir seinkun á dagskrá.
Skautasamfélagið er spennt að fylgjast með þeim og sjá hversu langt þau ná í íþróttinni.

Sunnudagurinn 27. október er síðasti keppnisdagur NLT þar sem Junior Women, Senior Women og Senior Men keppa með frjálst prógramm.
Einnig munu Júlía Sylvía og Manuel sýna frjálsa prógrammið sitt í lok dags.

Mótið er allt í streymi sem er hægt að sjá hér

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »