Northern Lights Trophy Dagur 3
Sunnudaginn 27. október fór fram þriðji og síðasti dagurinn á Northern Lights Trophy.
Á þessum síðasta degi var keppt með frjálst prógram í Junior og Senior.
Að venju hófst dagurinn á official practices og keppni hófst svo kl.13:00, en keppt er í öfugri úrslitaröð eftir stutta prógrammið.
Fyrsti keppnishópurinn var Junior Women.
ÍSS átti tvo keppendur í þeim keppnisflokki, þær Sædísi Hebu Guðmundsdóttur og Dhörmu Elísabetu Tómasdóttur.
Sædís Heba átti sérlega góðan dag og hafnaði í 11.sæti í frjálsa prógramminu en 13. sætinu samanlagt með 99.85 í heildarstig. Dharma Elísabet hafnaði í 19. sæti með 69.24 stig, persónulegt met hjá henni.
Töluverðar breytingar voru á sætaröðun efstu sæta en Venla Sinisalo, Finnlandi, hélt efsta sætinu með 97.33 stig og sigraði því keppnisflokkinn með 146.00 í heildarstig. Í öðru sæti var Darja Trubitson, Finnlandi, með 134.56 í heildarstig. Hún hafði verið fimmta eftir stutta prógrammið en önnur í frjálsa og. Í þriðja sæti var Polina Dzsumanyijazova, Ungvarjalandi, með 133.56 í heildarstig. Hún hafði verið sjötta eftir stutta prógrammið en þriðja í frjálsa.
Þá var komið að Senior Women.
Linnea Kilsand, Noregi, hélt forystu sinni í fyrsta sætinu. Hún fékk 94.42 stig fyrir frjálsa prógrammið og 144.00 stig í heildina.
Marietta Atkins, Póllandi, vann sig upp í annað sætið með 79.73 stig fyrir frjálsa prógrammið og fékk 121.60 stig í heildina.
Mia Risa Gomez, Noregi, hafnaði svo í þriðja sæti í heildina með 120.66 stig. Hún hafði verið önnur eftir stutta prógrammið en var í fjórða sæti í frjálsa með 73.53 stig fyrir það.
Í Senior Men var, eins og fyrr hefur verið sagt, einn keppandi.
Chiu Hei Cheung, Hong Kong, fékk 95.30 stig fyrir frjálsa prógarmmið og 142.79 stig í heildina.
Þá er fyrsta Northern Lights Trophy lokið að sinni.
Mótið gekk mjög vel og var mikil ánægja hjá keppendu, þjálfurum, aðstandendum. starfsfólki og sjálfboðaliðum.
Við viljum nota tækifærið og þakka öllum fyrir sem löggðu hönd á plóg og gerðu mótið að veruleika.
Sjáumst að ári á Northern Lights Trophy 2025