Íslandsmót og Íslandsmeistaramót ÍSS fór fram í skautahöllinni í Egilshöll um síðustu helgi.
Þar voru krýndir nýjir Íslandsmeistarar í öllum efstu flokkum ásamt því að keppt var í öllum keppnisflokkum ÍSS keppnislínu.
Keppni hófst á laugardagsmorgni með keppni á Íslandsmóti og var fyrsti keppnisflokkurinn Basic Novice. 12 skautarar kepptu og var mjótt á munum í efstu sætunum. Úrslit fóru svo að Helga Mey Jóhannsdóttir, SA, sigraði með 30.74 stig, önnur var Ermenga Sunna Víkingsdóttir, Fjölni með 30.40 og sú þriðja var Elysse Marie Alburo Mamalias, SR, með 30.15 stig.
Næsti keppnisflokkur var Intermediate Novice. Þar kepptu 5 skautarar. Í fysta sæti var Jóhanna Valdís Branger með 25.04 stig, í öðru sæti var Ilma Kristín Stenlund með 23.55 stig og í þriðja sæti var Kolbrún Jóhanna Sveinsdóttir með 19.28 stig. Þær eru allar frá SR.
Þá var komið að Intermediate Women þar sem 6 skautarar kepptu. Í fysta sæti var Ágústa Ólafsdóttir með 31.37 stig, önnur var Sunna Dís Hallgrímsdóttir með 23.49 stig og í þriðja sæti var Selma Ósk Sigurðardóttir með 22.27 stig. Þær eru allar frá SR.
Hófst þá Íslandsmeistaramót með keppni í Advanced Novice, stutt prógram. Íslandsmeistari flokksins frá síðasta ári hefur nú flutt sig í efri keppnisflokk og því ljóst að við munum krýna nýjan Íslandsmeistara í flokknum.
Þar voru 6 keppendur. Elín Katla var efst eftir daginn með 38.21 stig, persónulegt stigamet hjá henni, önnur var Katla Karítas með 27.27 stig, persónulegt stigamet hjá henni, og sú þriðja var Arna Dís með 25.28 stig, persónulegt stigamet hjá henni.
Næsti keppnisflokkur var Junior Women. Þar voru 2 keppendur. Sædís Heba, Íslandsmeistari Advanced Novice 2023, var efst eftir daginn með 40.12 stig, persónulegt stigamet hjá henni, og önnur var Dharma Elísabet með 21.38 stig.
Í Senior Women var einn keppandi. Lena Rut Ásgeirsdóttir er að keppa á sínu fyrsta móti í Senior. Hún fékk 27.20 stig fyrir stutta prógrammið.
Í fyrsta sinn í sögu listskauta á Íslandi var íslenskt par að keppa á móti á Íslandi.
Júlía Sylvía og Manuel byrjuðu að skauta saman í sumar og hafa keppt síðastliðinn mánuð saman erlendis og náðu á sínu fyrsta móti lágmörkum fyrir Evrópumeistaramót
Þau kepptu núna um helgina á Íslandsmeistarmóti í fyrsta sinn og fengu 42.30 stig fyrir stutta prógrammið sitt.
Á sunnudagsmorgni var haldið áfram keppni.
Fyrst voru það yngstu keppnisflokkar Íslandsmóts, Chicks og Cubs. Í þessum keppnisflokkum eru ekki veitt verðlaun en allir skautarar fá þátttökuviðurkenningu.
Svo var að Íslandsmeistaramótið klárað með keppni í frjálsu prógrammi.
Advanced Novice riðu á vaðið. Þar hélst sætisröðunin eins og fyrri daginn. Efst í frjálsa prógramminu var Elín Katla með 60.95 stig, hún sigraði samanlagt og er nýr Íslandsmeistari með 99.16 heildarstig, persónulegt stigamet hjá henni. Önnur í frjálsa var Katla Karítas með 42.46 stig og var hún í öðru sæti samanlagt með 69.73 í heildarstig, persónulegt stigamet hjá henni, þriðja í frjálsa var Arna Dís með 41.76 stig og var hún í þriðja sæti samanlagt með 67.04 heildarstig.
Í Junior Women var það Sædís Heba sem er nýr Íslandsmeistari með 71.92 stig fyrir frjálsa prógrammið og 112.04 í heildarstig, persónulegt stigamet hjá henni. Dharma Elísabet var í öðru sæti með 46.00 stig fyrir frjálsa prógrammið og 67.38 í heildarstig.
Lena Rut var eini keppandinn í Senior Women á sínu fyrsta móti hún fékk fyrir frjálsa prógrammið 60.59 stig og 87.79 stig samanlagt. Nýr Íslandsmeistari í Senior flokki.
Loks var þá komið að parinu okkar í Senior Pairs. Júlía og Manuel skautuðu hreint prógram og uppskáru fyrir það 95.31 stig, persónulegt stigamet hjá þeim. Samanlagt fengu þau 137.61 stig. Ný krýndir Íslandsmeistarar í Senior Pairs, fyrsta parið á Íslandsmeistaramóti.