#skatingiceland
Norðurlandamótið 2025

Norðurlandamótið 2025

Norðurlandamótið 2025 fór fram í Asker í Noregi 5.-9. febrúar.

Að þessu sinni átti ÍSS 4 fulltrúa á mótinu sem allir kepptu í Advanced Novice. Það voru þær Arna Dís Gísladóttir, Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Katla Karítas Yngvadóttir og Ylfa Rún Guðmundsdóttir.
Auk þeirra voru með í ferð þjálfararnir Benjamin Naggiar og Ilaria Nogaro. Liðsstjóri var Svava Hróðný Jónsdóttir.
ÍSS átti svo tvo fulltrúa á dómara panel, María Fortescue og Halla Björg Sigurþórsdóttir.

Hópurinn mætti til Asker á miðvikudeginum 5.febrúar. Þann dag var dregið í keppnisröð, en gaman er að segja frá því að María Fortescue, sem var yfirdómari á mótinu, sá um að daga í keppnisröð með sömu númerum og voru notuð á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994.

Fyrsti keppnisdagur var á fimmtudegi og var þá keppt með stutt prógram.
Arna Dís var fyrst inn á ísinn af íslensku skauturunum. Hún fékk fyrir stutta prógrammið sitt 24.05 stig og 17. sætið þann daginn.
Næst Katla Karítas, hún fékk 24.55 sitg og 16. sætið þann daginn.
Þá var komið að Ylfu Rún, hún fékk 22.77 stig og 19. sætið.
Síðust af íslensku skauturunum var Elín Katla. Hún fékk 32.86 stig og var í 8. sæti eftir daginn.

Seinni keppnisdagurinn var á föstudegi, þegar keppt var með frjáls prógram.
Fyrsti skautarinn úr íslenska hópnum var Ylfa Rún. Hún fékk fyrir frjálsa prógrammið 37.96 stig sem gaf henni 60.73 heildarstig og 19. sætið að lokum.
Önnur til að keppa var Katla Karítas. Hún fékk 41.83 stig fyrir frjálsa prógrammið sem endaði svo í 66.38 heildarstigum og 17. sætið í heildina.
Þriðji keppandinn var Arna Dís. Fyrir frjálsa prógrammið fékk hún 48.75 stig sem þýðir 72.80 í heildarstig og 14. sætið í heildina.
Síðust íslensku keppendanna var Elín Katla. Hún fékk 61.32 stig fyrir frjálsa prógrammið og vann sig upp í 6. sætið þann daginn. Í heildarstig var Elín svo með 96.18 stig og 6. sætið í heildina. Þetta eru hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið í Advanced Novice flokki á Norðurlandamóti.

Á föstudagskvöldi var svo Official Dinner, þar sem allir keppendur, þjálfarar, liðsstjórar og starfsmenn á dómarapanel borða saman. Þar var einnig boðið upp á söngatriði.

Liðið hélt svo heim á leið á laugardegi og er undirbúningur strax hafinn fyrir næstu mót en Vormót ÍSS fer fram 28. febrúar og svo heldur stór hópur á Sonja Henie mótið í Osló þann 5.mars nk.

Skautasamband Íslands óskar skauturunum til hamingju með góðan árangur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »