Vikuna 3. – 8. júní sl. fór fram 57. Skautaþing Alþjóðaskautasambandsins í Sevilla á Spáni.
Fulltrúar ÍSS á þinginu voru Guðbjört Erlendsdóttir, formaður, Svava Hróðný Jónsdóttir, varaformaður, og María Fortescue, framkvæmdastjóri.
Kosið var um yfir 400 breytingatillögur á þinginu.
Þingið var opnað af Mr. Jan Dijkema, forseta ISU. Höfð var mínútu þögn til þess að minnast þeirra innan skautaíþróttarinnar sem fallið hafa frá.
Í fyrsta sinn var hægt að fylgjast með þinginu í beinni útsendingu á netinu. Sent var út á Youtube rás ISU
Gerðar voru reglugerðarbreytingar sem hafa áhrif á keppni í Novice flokkum.
Í framhaldi af því var gefið út nýtt ISU Communication 2172 (sem kemur í staðinn fyrir communication 2024)
Þar ber helst að nefna að novice flokkar breytast í eftirfarandi flokka:
- Basic Novice (keppendur hafa ekki náð 13 ára aldri)
- Intermediate Novice (keppendur hafa ekki náð 15 ára aldri)
- Avanced Novice (keppendur eru að lágmarki 10 ára en hafa ekki náð; 15 ára aldri fyrir stúlkur (einstaklings, pör og ísdans) og drengi (einstaklings); og 17 ára aldri fyrir drengi (pör og ísdans)
Helstu ákvarðanir þingsins:
Stjórnarskrá og almennar reglur:
- Eligibility Rules (Reglur um hæfni) – Vegna niðurstöðu Evrópudómstólsins frá því í desember 2017 lögðu lögfræðingar ISU fram nokkrar lagabreytingatillögur til þess að lögin væru í samræmi við niðurstöður dómsins.
- Dómarar og tæknifólk – samþykkt var reglugerðarbreyting sem felur í sér að Siðanefnd ISU hefur nú það verkefni að yfirfara dómgæslu vegna gruns um hlutdrægni þegar kemur að samlöndum (national bias).
- Samþykkt var að halda ISU Four Continents Speed Skating Championships, eins og hefur verið í listskautum síðustu ár. Fyrsta mótið verður haldið á tímabilinu 2019/2020.
- Einnig var samþykkt að halda eingöngu eitt heimsmeistarmót innan Speed Skating á ári. Hingað til hefur hver keppnisgrein verið með sitt heimsmeistaramót.
- Verðlaunaafhendingar – samþykkt var að breyta uppsetningu á verðlaunaafhendingum til samræmis við Alþjóða Ólympíunefndina. Þannig verða verðlaun hér eftir kynnt með þriðja sæti fyrst, næst annað og síðast fyrsta sætið.
- Aldurstakmörk – breytingatillaga frá Hollandi þess efnis að hækka lágmarksaldur í Senior flokkum á ISU meistaramótum í 17 ára var felld.
- Kjörnum fulltrúum í tækninefnd listskauta fyrir einstaklings og pör var fjölgað úr þremur í fjóra, fyrir utan formann. Tók þessi breyting gildi strax á þinginu, en sérstaklega þurfti að kjósa um það.
Listskautar, einstaklings, pör og ísdans:
- Tæknieinkunn (e. Grade of Execution,GOE) – einkunnaskalinn var víkkaður og er núna frá -5 til +5
- Ólöglegar æfingar – Til þess að takmarka ekki skautara var listanum breytt þannig að hann inniheldur eingöngu heljarstökk (e. Somersault type jumps) og lyftur með röngu haldi.
- Stökk raðir (e. jump sequences) – samþykkt var ný skilgreining. Stökk röð er tvö stökk þar sem fyrra stökkið er af hvaða tegund sem er og á eftir fylgir Axel stökk í beinu skrefi frá lendingarbrúninni yfir á stökkbrún í Axel stökkinu.
- Þátttökuréttur á Ólympíuleikum – samþykkt var breyting sem á vonandi að gera það að verkum að fleiri þjóðir vinni sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikum.
- Nú fá 20 pör að halda áfram í frjálsa prógramið á Heimsmeistaramótum.
- Í ísdansi var nafninu á „stutta dansinum“ (e. Short dance) breytt í „Rhythm dance“ (óskað er eftir íslensku heiti)
- Endurmenntun starfsfólks – samþykktar voru breytingar á skyldum sem þarf að uppfylla til þess að halda réttindum sínum hjá ISU.
Samhæfður skautadans:
- Margar reglubreytingar voru samþykktar til þess að samræma reglur í samhæfðum skautadansi við aðrar keppnisgreinar.
- Einnig voru margra reglubreytingar samþykktar sem munu vonandi verða til þess að Alþjóða Ólympíu nefndin samþykki samhæfðan skautadans sem Ólympíugrein.
Skautahlaup (e. Speed Skating og Short Track Speed Skating)
- Fyrirkomulagi á heimsmeistaramóti í Junior var breytt
- Keppnisflokkar sem innihalda keppendur af báðum kynjum voru samþykktir
- Skylda verður að nota sérstakt púðakerfi (e. padding system) á öllum ISU viðburðum.
- Reglur um yfirtökur (e. overtaking) voru gerðar skýrari
Kosið var í stjórn og nefndir innan ISU
Niðurstöður kosninga voru eftirfarandi:
Forseti: Mr. Jan Dijkema (NED)
Varaforseti listskautar: Mr. Alexander Lakernik (RUS)
Varaforseti skautahlaup: Mr. Tron Espeli (NOR)
Stjórn ISU (ISU Council)
Listskautar:
Ms. Patricia St. Peter (USA)
Mr. Tatsuro Matsumura (JPN)
Ms. Maria Teresa Samaranch (ESP)
Ms. Marie Lundmark (FIN)
Mr. Benoit Lavoie (CAN)
Skautahlaup:
Mr. Stoytcho Stoytchev (BUL)
Mr. Sergio Anesi (ITA)
Ms. Yang Yang (CHN)
Mr. Jae Youl Kim (KOR)
Mr. Roland Maillard (SUI)
Siðanefnd:
Formaður: Mr. Volker Waldeck (GER)
Mr. Allan Bohm (SVK)
Mr. Jean-Francois Monette (CAN)
Ms. Susan Petricevic (NZL)
Mr. Albert Hazelhoff (NED)
Tækninefndir:
Einstaklings og Pör:
Formaður: Mr. Fabio Bianchetti (ITA)
Ms. Yukiko Okabe (JPN)
Ms. Rita Zonnekeyn (BEL)
Ms. Leena Laaksonen (FIN)
Ms. Susan Lynch (AUS)
Ísdans:
Formaður: Ms. Halina Gordon-Poltorak (POL)
Mr. Shawn Rettstatt (USA)
Ms. Hilary Selby (GBR)
Mr. György Elek (HUN)
Samhæfður skautadans:
Formaður: Mr. Philippe Maitrot (FRA)
Ms. Petra Tyrbo (SWE)
Ms Lois Long (USA)
Ms. Uliana Chirkova (RUS)
Skautaat (e. Short Track):
Formaður: Ms. Nathalie Lambert (CAN)
Mr. Reinier Oostheim (NED)
Mr. Satoru Terao (JPN)
Ms. So Hee Kim (KOR)
Skautahlaup (e. Speed Skating):
Formaður: Mr. Alexander Kibalko (RUS)
Mr. Nick Thometz (USA)
Mr. Oystein Haugen (NOR)
Mr. Alexei Khatylev (BLR)
Heiðursmeðlimur:
Ms. Junko Hiramatsu (JPN)