#skatingiceland
Íslandsmót ÍSS 2021: Reglur um aðgengi á mótsstað

Íslandsmót ÍSS 2021: Reglur um aðgengi á mótsstað

Keppendur, þjálfarar og sjálfboðaliðar

  • Inngangur er á hægri hlið hússins
  • Svæði: upphitunarsvæði, búningsklefar og keppnissvæði
  • Sýna neikvæða niðustöðu úr hraðprófi við komu

Dómarapanell

  • Inngangur er aftan við húsið, við hefil (Zamboni)
  • Svæði: dómarapanell og fundarherbergi/kaffiaðstaða fyrir ofan stúku
  • Boðið er upp á hressingu í lokuðum umbúðum
  • Sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við komu

Áhorfendur

  • Inngangur er við neyðarútgang vinsta megin við aðalinnganginn
  • Allir áhorfendur þurfa að vera búnir að skrá sig á þar til gerðu skráningarformi á vefsíðu ÍSS.
  • Svæði: Stúkan upp að takmörkun við enda
  • Engin veitingasala er í húsinu
  • Sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við komu

Mikilvæg atriði er snúa að aðgengi á mótsstað vegna samkomutakmarkana

Það hefur ekki farið framhjá neinum að búið er að herða reglur um samkomur á Íslandi sem augljóslega hefur áhrif á allt viðburðahald.

Þrátt fyrir þessar breyttu reglur mun ÍSS halda Íslandsmót / Íslandsmeistaramót sitt samkvæmt áður auglýstri dagskrá.

Mikilvæg atriði:
Allir þátttakendur, starfsmenn, sjálfboðaliðar og gestir mótsins verða að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við komu í skautahöllina.
Enginn samgangur er leyfður á milli svæða á mótsstað.
Munum að huga vel að persónulegum sóttvörnum !
Allar frekari upplýsingar um mótið ásamt skráningu áhorfenda er að finna á vefsíðu mótsins:
Translate »