#skatingiceland
Framboð til Stjórnar ÍSS 2024

Framboð til Stjórnar ÍSS 2024

Kjörnefnd ÍSS óskar eftir framboðum til Stjórnar ÍSS fyrir Skautaþing 2024

Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann. Hitt árið skal kjósa formann, tvo aðalmenn og einn varamann.

Á Skautaþingi sem haldið verður 11. maí verður því kosið um; tvo aðalmenn og einn varamann.

Um hæfi til stjórnarsetu er vísað í 7. grein laga ÍSS á heimasíðu, www.iceskate.is. Sérstök athygli er vakin á því að þeir sem bjóða sig fram til stjórnarsetu í stjórn ÍSS mega ekki hafa hlotið refsidóma vegna brota á ákvæði XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eins og kveður á í lögum ÍSÍ 2. kafla 5a.

Framboðsfrestur er til og með 20. apríl 2024. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eða hafa ábendingar um áhugasama félagsmenn sem gætu haft áhuga á að bjóða sig fram skulu senda framboð og ábendingar til kjörnefndar á netfangið kjornefnd@iceskate.is.

Kjörnefnd Skipa:

Formaður:
Hrafnhildur Guðjónsdóttir (SA)

Nefndarmenn:
Halldóra Hrund Guðmundsdóttir (Fjölni)
Bogey Ragnarsdóttir (SR)
Hörður Sigurðsson (Ösp)

Translate »