25. Skautaþing ÍSS

25. Skautaþing ÍSS

25. Skautaþing ÍSS fór fram þann 11. maí sl.

25. Skautaþing ÍSS fór fram þann 11. maí 2024 í nýrri aðstöðu Skautafélags Akureyrar í Skautahöllinni á Akureyri.

Morguninn hófst með formannafundi þar sem að góðar umræður sköpuðust og er greinilegt að góð samvinna á sér stað þvert á félögin og geta þau einnig lært eitt og annað af hvoru öðru.

Þingfulltrúar voru 19 frá fjórum aðildarfélögum, en auk þeirra voru stjórn ÍSS ásamt sérstökum gestum.
Þingforseti var Jóna Jónsdóttir, nýkjörin formaður ÍBA, en hún sat á árum áður í stjórn ÍSS.
Lagabreytingatillögur sem teknar voru fyrir voru tillögur stjórnar um endurbætur á 5. grein og voru þær breytingar samþykktar.
Hafsteinn Pálsson mætti fyrir hönd ÍSÍ og hélt stuttan tölu.
Samþykkt var endurbætt Areksstefna ÍSS.

Kosið var í stjórn og voru tveir nýjir aðilar kosnir inn í stjórn.
Stjórn ÍSS er nú svo skipuð: Svava Hróðný Jónsdóttir, formaður, Ingibjörg Pálsdóttir, Þóra Sigríður Torfadóttir, Anna Kristín Jeppesen, Rakel Hákonardóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir og Aldís Lilja Sigurðardóttir.

Tveir voru sæmdir Silfurmerki ÍSS; Ásdís Rós Clark og Linda Viðarsdóttir
Hvorug þeirra sá sér fært að mæta og verður þeim því afhent merkin við annað tækifæri.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »