Ungmennafélagið Fjölnir hefur æfingar í skautahlaupi
Ungmennafélagið Fjölnir mun nú bjóða upp á æfingar í skautahlaupi í Egilshöll, Grafarvogi. Skráning fer fram hér.
Þjálfari verður Andri Freyr Magnússon og mun gestaþjálfari koma í heimsókn miðvikudaginn 12. febrúar. Hann heitir Erwin van der Werve og þjálfar skautahlaup á Akureyri. Erwin hefur ferðast til Finnlands og Hollands til að efla þekkingu sína og sambönd við félög í skautahlaupi. Þekking hans er ómetanlegur auður uppbyggingu skautahlaups á Íslandi.
Endilega fylgið Facebook síðu Skautasambandsins um skautahlaup!