#skatingiceland
Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Short Track

Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Short Track

Íslandsmeistaramót í Short Track

Dagana 1.-2. mars sl. var haldið Íslandsmeistaramót í Short Track (skautaati) á Akureyri, það fyrsta í íslenskri íþróttasögu.
Æfingar í skautaati hófust fyrir rétt rúmum tveimur árum og var fyrsta mótið í greininni keyrt í fyrra. Það var því núna að í fyrsta skiptið var keppt til Íslandsmeistaratitils á Vormótinu á Akureyri.
Keppt var í Ungmennaflokkum og Fullorðinsflokkum en að auki var keppni í Barnaflokki og í flokkum Special Olympics en þeir flokkar keppa ekki til Íslandsmeistartitils.
Á laugardegi var keppt í  langri vegalengd og stuttri, eða sprint, á sunnudegi.
Ungmennaflokkur keppir í 111m og 333m og fullorðinsflokkur í 111m og 444m. Þess má geta að 1 hringur um ísinn er 111m. Þrjú félög voru mætt til leiks með keppendur; Skautafélag Akureyrar, Skautadeild Aspar og Ungmennafélagið Fjölnir.
Úrslit fóru þannig að Íslandsmeistari í Ungmennaflokki stúlkna (junior) varð Anna Sigrún Jóhannesdóttir frá Skautafélagi Akureyrar og pilta Logi C. F. van der Werve einnig frá Skautafélagi Akureyrar. Í Fullorðinsflokki kvenna (senior) varð Íslandsmeistari Thamar Melanie Heijstra frá Fjölni og í karlaflokki Erwin van der Werve frá Skautafélagi Akureyrar.
Til gamans má geta að sigurvegari í barnaflokki stelpna 10-13 ára var Ylva Ísadóra van der Werve en hún og Logi, sigurvegari í ungmennaflokki, eru börn Erwins.
Síðasti íslandsmeistari í skautahlaupi (Speed Skating eða Long Track), Örn Indriðason,  var krýndur árið 1961 en þá var keppt í langhlaupi á 400m braut sem er önnur íþróttagrein en Short Track (skautaat) sem stunduð er á 111m braut innanhúss.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »