#skatingiceland
Skautasamband Íslands

Kristín Valdís Örnólfsdóttir

Fædd: 26. júlí 1998

Klúbbur: Skautafélag Reykjavíkur
Hæð: 164cm
Byrjaði að skauta: 7 ára
Þjálfari: Guillaume Rémy Kermen og Svetlana Akmer
Danshöfundur: Simone Grigorescu-Alexander og Svetlana Akmer
Tónlist:
Stutt prógram: Pina
Langt prógram: W.E soundtrack (Charms, Satin Birds, Dance for me Wallis)

Fjölskylda: 2 bræður, einn yngri, einn eldri. Valdimar og Hinrik
Heimilisdýr: Ísold (hundur)
Uppáhaldssjónvarpasþáttur: Grey’s Anatomy, Friends, Game of Thrones
Uppáhaldslitur: Ljós-pastel bleikur og bara flest allir pastel litir
Uppáhaldsmatur: Fajitas og lasagna
Uppáhaldsdrykkur: Appelsínudjús með aldinkjöti
Uppáhaldstónlist: Hlusta á mjög mismunandi tónlist, Post Malone, John Mayer, Beyoncé, Ed Sheeran, Lord Huron eru í uppáhaldi.

Tölfræði

Hvenær kepptirðu fyrst: Fyrsta keppnin sem ég keppti á var skautaskólamót í Svíþjóð þegar ég var 7 ára.
Hvaða fyrirmyndir hefurðu innan íþróttarinnar: Helstu fyrirmyndir mínar eru Yuna Kim, Ashley Wagner og Sasha Cohen.
Hvað er skemmtilegast innan íþróttarinnar: Mér finnst skemmtilegast að stökkva úr mismunandi og skemmtilegum sporum.
Hvað er erfiðast við íþróttina: Ég mundi segja að andlegi parturinn sé erfiðastur. Á keppnum getur verið mikil pressa á manni að vera fullkominn í æfingunum en maður þarf virkilega að hafa taugar úr stáli í þessari íþrótt.
Hvað finnst þér íþróttin hafa gefið þér: Íþróttin hefur gefið mér mínar bestu vinkonur, aga, reynslu, sjálfstæði og svo margt fleira sem ég er ótrúlega þakklát fyrir
Hvert er endamarkmið þitt: Endamarkmið mitt er að enda sátt með sjálfa mig og það væri mjög gaman að hafa farið á Evrópumeistaramótið og Junior Worlds.
Hefurðu önnur markmið: Önnur markmið hjá mér er að ná level 4 sporasamsetningu, level 4 í öllum spinnum í prógraminu, Lenda þreföldu clean í keppni og ná yfir 100 stiga múrin.
Hvernig ætlarðu þér að komast þangað: Ég ætla að hafa jákvætt viðhorf í fyrirrúmi, vinna 120% á æfingum og hafa trú á sjálfri mér. Ég ætla að vera dugleg í andlega hlutanum og hafa gaman.
Hvað gerirðu til að slaka á í keppnum: Mér finnst gott að anda djúpt inn og út og segja við sjálfa mig að ég sé með þetta og að ég ætla að standa mig vel og hafa gaman af þessu.

Hefurðu lukkugrip: Nei ég hef engan lukkugrip en ég klæði mig alltaf í vinstra skautann á undan hægri vegna þess að mér finnst það vera óheppni ef ég geri það hinssegin.
Hvers konar tónlist hlustarðu á í undirbúningi fyrir keppnir: Ég hlusta á alls konar tónlist fyrir keppnir, aðallega samt eitthvað peppandi sem hefur góðan takt og kemur mér í gírinn.

Hvernig gengur þér að sameina íþróttina og skólann/félagslífið: Það gengur, auðvitað er það frekar erfitt en sem betur fer er eitthvað til sem heitir helgarfrí sem ég nýti oftast til að læra og eyða tíma með fjöldskyldunni og vinum.
Ef þú mættir ferðast hvert sem er hvert myndirðu vilja fara og af hverju: Ég mundi helst vilja ferðast til Ástralíu og Asíu vegna þess að ég hef aldrei komið þangað og held að það sé mjög öðruvísi en litla Ísland t.d. menningin í Asíu er allt önnur en á Íslandi og í Ástralíu er líffríkið svo þúsundfalt auðugra en hér á landi en það væri mjög gaman að sjá það allt.
Á hvað horfirðu helst á netinu/youtube: Ég horfi nú aðallega á sjónvarpsefni, skautavídeó og kennslumyndbönd á netinu.
Hvað langar þig að gera í framtíðinni: Ég hef verið að pæla mikið í læknisfræði en heilbrigðissviðið heillar mig mjög mikið. Ég hef líka mjög gaman af tungumálum og íþróttum þannig að áhugasviðið er mjög stórt hjá mér. Mér þætti einnig mjög gaman að fá að vinna við það í einhvern tíma að sýna á skautasýningum.

Translate »