Fædd: 5. Ágúst 2003
Klúbbur: LSA
Hæð: 160cm
Byrjaði að skauta: þegar að ég var 7 ára
Þjálfari: Darja Zajcenko
Danshöfundur: Darja Zajcenko
Tónlist:
Stutt prógram: Four seasons - Vivaldi
Frjálst prógram: Warsaw Concerto
Fjölskylda: Mamma mín heitir Heba og pabbi Jói, svo á ég tvær systur Birtu og Bríeti, sem að báðar hafa æft skauta
Heimilisdýr: Gullfiskur sem að heitir Rakel Sara, annars er ég lítið fyrir dýr, hef ofnæmi fyrir þeim flestum
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Friends
Uppáhaldslitur: Pastel bleikur og pastel blár
Uppáhaldsmatur: Kjúlli-Fajitas-Svínarif á Bryggjunni
Uppáhaldsdrykkur: Vatn
Uppáhaldstónlist: Allskonar
Hvernig byrjaðirðu að skauta: Stóra systir, hún Birta Rún, neyddi mig til að byrja að æfa, ég hafði engan áhuga á þessu þar sem að ég var í fótbolta og var algjör strákastelpa. Fyrst fannst mér þetta geggjað leiðinlegt, en þraukaði og núna elska ég að skauta.
Hvenær kepptirðu fyrst: Á Kristalsmóti 2010 og fékk viðurkenningu fyrir bestu vogir.
Hvaða fyrirmyndir hefurðu innan íþróttarinnar: Vá svo margar en t.d Yuna Kim, Javier Fernandez, Carolina Kostner og auðvitað Birta Rún systir mín !
Hvað er skemmtilegast innan íþróttarinnar: Mér finnst skemmtilegast að vera með vinkonum mínum, mjög gaman að stökkva og líka að spinna….bara ekki lengi 😉
Hvað finnst þér íþróttin hafa gefið þér: Bestu vinkonur mínar, gott skipulag, hreysti og góða heilsu.
Hvað finnst þér gaman að gera utan íþróttarinnar: Vera með vinum mínum, ferðast með fjöllunni, baka, njóta lífsins
Hvað gerirðu til að slaka á í keppnum: Ekkert sérstakt, kannski bara tala við vinkonurnar mínar sem eru líka að keppa
Hver er þinn helsti kostur: Stökkin mín og hvað ég er yfirveguð….held ég …..og ég er eiginlega alltaf mjög róleg þó að ég sé að keppa
Hver er þinn helsti löstur: úpps ég bara veit ekki en kannski eins og td performance ég er að reyna að bæta mig þar.
Hvað gerirðu í frítímanum: Þá er ég með vinum mínum , hef það kósý og hvíli mig
Ef þú mættir ferðast hvert sem er hvert myndirðu vilja fara og af hverju: Ég myndi vilja fara til td Asíu eða Afríku bara til að sjá hvernig menningin þar er örugglega allt öðruvísi en hér heima.
Notarðu mikið samfélgasmiðla: Já já alveg slatta sérstaklega snapchat
Hvernig lýsir þú þér sem persónu: uuuu bara frekar jákvæð, létt og skemmtileg
Hvað kemur þér til að hlægja: Marín, besta vinkona mín og svo finnst mér líka ég sjálf voða fyndinn…hahahaha
Hvað gerir þig reiða: Þegar að það er ekki allt að ganga upp sem að ég er að gera t.d. eitthvað í skólanum eða þegar að ég er að æfa stökk og það gengur ekkert.
Hvað/hverjir eru þeir mikilvægustu í lífinu: fjölskyldan mín og vinirnir og skautar.