Keppendur úr Afrekshóp ÍSS hafa verið á faraldsfæti að undanförnu og náð eftirtektarverðum árangri.
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir keppti á Tirnavia Ridell Ice Cup í Slóvakíu, sem fór fram 2.-5. nóvember sl.
Hún landaði þar 4. sæti með 86.88 stig og setti hún nýtt stigamet í flokknum Advanced Novice hjá íslenskum skautara, sem staðið hafði frá byrjun árs 2016.
25 Keppendur voru í flokknum.
Einnig keppti Ísold Fönn á Leo Scheu Memorial, í Graz, Austurríki, sem fór fram dagana 8.-12. nóvember sl.
Þar lenti hún aftur 4. sæti með 79.29 stig.
Ísold er ekki nema 11 ára gömul og er yngsti skautari sem keppt hefur í þessum flokki fyrir Íslands hönd.
Skautasamband Íslands óskar henni til hamingju með frábæran árangur.