Fædd: 8 júlí, 1995
Klúbbur: Fjölnir / Vancouver Skating Club
Hæð: 166cm
Byrjaði að skauta: 4 ára
Þjálfari: Lorna Bauer og Rod Mackee
Danshöfundur: Lance Vipond
Tónlist:
Stutt: Falling með Alishia Keys
Langt: The Reprimand úr Prince of Egypt
Fjölskylda: mamma er Þóra Gunnarsdottir og pabbi er Grétar Sölvason. Ein systir sem heitir Klara og hún á son sem að heitir Gabríel.
Heimilisdýr: hann Borubrattur
Uppáhalds-
Sjónvarpsþáttur: Greys Anatomy, House, Friends
Litur: fjólublár/bleikur
Matur: japanskur
Drykkur: kolsýrt vatn
Tónlist: fer eftir skapinu. Oftast spænskt eða hip hop
Hvernig byrjaðirðu að skauta: ég sá systur mína á svellinu og langaði svo svakalega að vera eins og hún. Svo loksins þegar ég var nógu gömul byrjaði ég og hef ekki hætt.
Hvenær kepptirðu fyrst: ég man það ekki en ég man að ég var í hvítum kjól með bleiku pilsi. Ég flýtti mér svo svakalega í gegnum dansinn að ég kláraði langt á undan tónlist og var búin að hneigja mig og var á leiðinni útaf þegar að tónlistin kláraðist. Samt náði ég 1 sæti, held að keppnis skapið hafi límst við frá því.
Hvaða fyrirmyndir hefurðu innan íþróttarinnar: ég elska að horfa á Söshu Choen. Einnig finnst mér gaman að horfa á Tessu og Scott og svo held ég með þeim kanadísku eins og Liam Firus, Patrick Chan, Kaetlyn Osmond, Gabriella Daleman og Larkyn Austman.
Hvað er skemmtilegast innan íþróttarinnar: vinskapurinn sem að maður byggir með stelpunum. Svo er allaf gaman að stökkva.
Hvað er erfiðast við íþróttina: án efa er það andlega hliðin. Bæði með stökk stress og pirringinn við það að halda sér jákvæðni í gegnum meiðsli.
Hvað finnst þér íþróttin hafa gefið þér: alot of dedication and experience in life.
Hvert er endamarkmið þitt: að komast eins langt og ég get!
Hvað finnst þér gaman að gera utan íþróttarinnar: mér finnst gaman að læra og að fara í skólann. Kynnast nýjum vinum. Ég er líka að dansa pole og ræktin er eitt að því skemmtilegasta sem að ég geri.
Um hvað ertu að hugsa þegar þú keppir: að brosa.
Hvað gerirðu til að slaka á í keppnum: hlusta á tónlist. Tala við fólk.
Hefurðu lukkugrip: Einhyrningur eru það sem að kemur mér í gott skap og ná alltaf brosi út úr mér
Hver er þinn helsti kostur: vingjarnleikinn minn.
Hver er þinn helsti löstur: stressið í mér
Hvers konar tónlist hlustarðu á í undirbúningi fyrir keppnir: allskonar. Spænskt og hip hop. Eitt lag sem að kemur mér alltaf í skapið er Time of our Lives með Pitbull.
Hvernig gengur þér að sameina íþróttina og skólann/félagslífið: núna þegar ég er eldri þá er það miklu auðveldara og það gengur mjög vel.
Hvað gerirðu í frítímanum: sit á sófanum með kærastanum að horfa á eitthvað í sjónvarpinu. Elda góðan mat.
Ef þú mættir ferðast hvert sem er hvert myndirðu vilja fara og af hverju: ég myndi vilja fara í frí til Bali eða Thailands til að sjá menninguna og smakka matinn.
Á hvað horfirðu helst á netinu/youtube: ég horfi á makeup tutorials og dýra myndbönd
Notarðu mikið samfélgasmiðla: Svolítið. Ég meira svona fylgist meira með því sem að aðrir eru að gera. Ég pósta sjálf ekki miklu.
Hvers konar sjónvarpsefni horfirðu mest á: eitthvað sem að er áhugavert eins og matar þætti eða eitthvað fyndið eins og friends.
Hvað langar þig að gera í framtíðinni: eitthvað sem að hefur með líkamann að gera. Eins og að þjálfa.
Hvernig lýsir þú þér sem persónu: Vingjarnleg. Traust. Skemmtileg. Brosmild.
Hvernig lýsir þú þér sem skautara: Sterk. Gaceful. Positive.
Hvað kemur þér til að hlægja: Dýr. Vinir mínir
Hvað/hverjir eru þeir mikilvægustu í lífinu: Foreldrar og fjölskylda. Kærastinn. Kisi og þjálfararnir