Lyfjaeftirlitsnefnd Lyfjaeftirlits Íslands sér um framkvæmd lyfjaeftirlits meðal íþróttafólks á Íslandi. Lyfjaeftirlitsnefndin starfar samkvæmt reglum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar, WADA.
Lyfjaeftirlitið er einn mikilvægra þátta til að stuðla að lyflausum íþróttum.
Alþjóðlegt lyfjaeftirlit er framkvæmt í samræmi við Alþjóða lyfjaeftirlitsreglurnar (World Anti Doping Code) og alþjóðlega staðla WADA um lyfjaeftirlit.
Íþróttamaður sem keppir hvort heldur er innanlands eða á alþjóðavettvangi, má eiga von á að vera boðaður í lyfjapróf hvar og hvenær sem er. Lyfjaeftirlitið getur verið framkvæmt á keppnisstað í tengslum við keppni, eða utan keppni, t.d. á æfingu eða heima hjá viðkomandi keppanda, án nokkurrar viðvörunar. Viðurkenndir lyfjaeftirlitsaðilar sjá um framkvæmd eftirlitsins.
Tilgangur Alþjóða lyfjareglnanna er að vernda grundvallarrétt íþróttamanna til að taka þátt í lyfjalausum íþróttum og stuðla þannig að heilbrigði, sanngirni og jafnrétti fyrir íþróttamenn um allan heim. Reglurnar eiga einnig að tryggja samræmdar, samstilltar og skilvirkar áætlanir gegn lyfjanotkun á alþjóðavísu og landsvísu hvað varðar greiningu, hömlur og forvarnir.
Gott lyfjaeftirlit er afar mikilvægt – bæði fyrir íþróttamanninn og íþróttina.
Þeir íþróttamenn sem taka lyf að staðaldri þurfa að athuga hjá sínum lækni hvort að lyfið eða skammtastærð þess er óæskilegt í íþróttum.
Frá og með janúar 2021 mun þekking á lyfjareglum og lyfjaeftirliti vera skylda fyrir alla íþróttamenn, samkvæmt lögum Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Aðal grundvöllur þess er að allir hafi greiðan aðgang að námsefni og námsáætlun.
Skautarar og aðrir innan íþróttarinnar geta notast við "Pure as Ice" stafrænt námskeið til vottunar á þekkingu á lyfjareglum (e.Anti-Doping eLearning certification course), sem gefið er út af Alþjóða skautasambandinu (ISU). Þar fræðumst við um skyldur okkar, og annarra, gagnvart lyfjareglum og lyfjaeftirliti og því hvernig við höldum íþróttinni okkar hreinni af lyfjamisnotkun (e. Clean Sport).
Allir innan skautaíþrótta, sérstaklega skautarar, verða að kynna sér þetta námsefni og fá vottorð um að því sé lokið frá ISU.
Alþjóðaskautasambandið (ISU) er með ítarlegar upplýsingar um lyfjareglur og verklagsreglur er varða lyfjamál á heimasíðu sinni
ISU Anti-Doping Policy
ISU Anti-Doping Procedures
Nýjar reglur sem voru uppfærðar í ágúst 2020 og tóku gildi 1. janúar 2021
---
Lyfjastofnun Íslands sér um Lyfjaeftirlit ÍSÍ
---
Alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA: World Anti-Doping Agency)
Hér er hægt að finna bannlistann (w. the Prohibited List)
Einnig má finna Alþjóða lyfjareglurnar 2021-2027 og frekari upplýsingar á heimasíðu ÍSÍ