#skatingiceland
Skautasamband Íslands

Helga Karen Pedersen

Fædd: 3. ágúst 2001

Klúbbur: Fjölnir

Hæð: 178cm

Byrjaði að skauta: 6 ára

Þjálfari: Gennady Kaskov og Christina Phipps

Danshöfundur: Garrett Kling og Kevin Curtis

Tónlist:
Stutt prógram: Hello/Lacrimosa, eftir Adele og Mozart og spilað með the Piano Guys.
Langt prógram: lög úr myndinni Memoirs of a Geisha.

Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Rúna og Halldór Torfi, svo á ég tvö systkini þau heita Sara og Óli.

Heimilisdýr: á ekkert.

 

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Grey’s Anatomy og Brooklyn nine-nine.

Uppáhalds litur: Blár.

Uppáhalds matur: Lasagne.

Uppáhalds drykkur: Kristall.

Uppáhalds tónlist: Mjög blandað.

Hvernig byrjaðirðu að skauta: Ég var ca. 5 ár þegar ég fór fyrst á skauta með foreldrum mínum og vinum þeirra og þegar við vorum búin að skauta sagðist ég vilja æfa skauta þegar ég yrði 6 ára.
Hvenær kepptirðu fyrst: Stjörnumót 2009.
Hvaða fyrirmyndir hefurðu innan íþróttarinnar: Yuzuru Hanyu og Nathan Chen. Ég fæ ekki nóg af því að horfa á prógrömin þeirra, þeir eru báðir svo öruggir og lifa sig inn í tónlistina.
Hvað er skemmtilegast innan íþróttarinnar: Mér finnst skemmtilegast að stökkva og læra nýjar stöður í spinnum.
Hvað er erfiðast við íþróttina: Ná andlegu hliðinni góðri.
Hvað finnst þér íþróttin hafa gefið þér: Skautar hafa gefið mér góðar vinkonur, sjálfstraust og kennst mér að vera sjálfstæð.
Hvert er endamarkmið þitt: Evrópumeistaramót.
Hefurðu önnur markmið: Ná þreföldum stökkum.
Hvernig ætlarðu þér að komast þangað: Leggja mig alla fram á æfingum og treysta á sjálfa mig.
Hvað finnst þér gaman að gera utan íþróttarinnar: Vera með vinum og fjölskyldu. Ferðast bæði innanlands og utanlands. Ég er líka mjög mikið fyrir það að fara í göngutúra með góða tónlist í eyrunum.
Um hvað ertu að hugsa þegar þú keppir: Ég reyni að hugsa sem minnst annars hugsa ég bara um eitt element í einu.
Hvað gerirðu til að slaka á í keppnum: Hlusta á tónlist.
Hefurðu lukkugrip: Nei.
Hver er þinn helsti kostur: Ég er ákveðin.
Hver er þinn helsti löstur: Get verið of hörð á sjálfa mig.
Hvers konar tónlist hlustarðu á í undirbúningi fyrir keppnir: Allskonar tónlist sem peppar mig upp, eitthvað með miklum takti.
Hvernig gengur þér að sameina íþróttina og skólann/félagslífið: Það getur verið erfitt en gengur að mestu leyti.
Hvað gerirðu í frítímanum: Horfi á þætti, hitti vini og á til að lesa.
Ef þú mættir ferðast hvert sem er hvert myndirðu vilja fara og af hverju: Japan, ég hef séð myndir frá Japan og finnst allt svo flott þarna og menningin svo heillandi.
Á hvað horfirðu helst á netinu/youtube: Skautamyndbönd aðallega.
Notarðu mikið samfélgasmiðla: Já.
Hvers konar sjónvarpsefni horfirðu mest á: Gamanþætti og spennuþætti.
Hvað langar þig að gera í framtíðinni: Mig langar að verða sálfræðingur.
Hvernig lýsir þú þér sem persónu: Glöð og hress.
Hvernig lýsir þú þér sem skautara: Sterkur og ákveðinn.
Hvað kemur þér til að hlægja: Vinir mínir koma mér oftast til að hlægja en svo líka fyndin myndbönd.
Hvað gerir þig reiða: Þegar það er ekki hlustað á mig, eða ekki tekið mark á mér.
Hvar sérðu sjálfa þig eftir 10 ár: Ég sé mig búa með minni eigin fjölskyldu og er orðin sálfræðingur.
Hvað/hverjir eru þeir mikilvægustu í lífinu: Fjölskyldan mín, vinir og skautar.

Translate »