Síðara fundarboð á 21. Skautaþing ÍSS, 13. september 2020
- Þingstaður
Þingið verður haldið í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6, 104 Reykjavík, í sal E - Þingsetning
Þingsetning verður kl. 11:30 þann 13. september 2020. Þingslit eru áætluð kl.16:00. Ekki er boðið uppá hádegisverð, vegna aðstæðna, en boðið verður uppá kaffi og aðra drykki ásamt léttum veitingum í lokuðum umbúðum. - Þinggögn
Þinggögn verða ekki prentuð út. Þingfulltrúar eru hvattir til að mæta með fartölvur/spjaldtölvur. Bent er á að það getur verið heppilegt að hlaða niður gögnum áður en til þingsins er haldið til létta álagið á netinu á þingstað. - Dagskrá samkv. 9 grein laga ÍSS
- Þingsetning
- Kosin þriggja manna kjörbréfanefnd
- Kosning þingforseta
- Konsing þingritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Ársuppgjör sambandsins lagt fram
- Umræður og samþykkt reikninga
- Ávarp gesta
- Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram
- Kosning þingnefnda
- Lagabreytingatillögur
- Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði og önnur mál sem lögð hafa verið fyrir þingið ef þingmeirihluti leyfir
- Þingnefndir taka til starfa
- Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum
- Umræður um tillögur nefnda og atkvæðagreiðslur um þær
- Kosning stjórnar ÍSS og varastjórnar, skv. 12. gr.
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga
- Þingslit
Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu