
Fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramóti unglinga á listskautum árið 2022 er Aldís Kara Bergsdóttir.
Þetta er í annað sinn sem Aldís Kara keppir á heimsmeistaramótinu.
Mótið fer að þessu sinni fram í Tallin, Eistlandi, dagana 13.-17. apríl nk.
Áður hafði veirð skipulagt að mótið yrði haldið í Sofia, Búlgaríu, í mars. En vegna covid aðstæðna í Búlgaríu gátu þau því miður ekki haldið mótið og leitaði ISU til aðildarsambanda sinna.
Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Skautasamband Eistlands kemur til bjargar, en 4 Continents mótið var einnig haldið þar í janúar sl. með stuttum fyrirvara þegar upprunalegir mótshaldarar gátu ekki haldið mótið.
Aldís er öllu vel kunnug á mótsstað því að bæði Heimsmeistaramót unglinga árið 2020 sem og Evrópumeistaramótið 2022 voru haldin á sama stað.
Hún fer til Tallin með þjálfara sínum, Darja Zajcenko, og liðsstjóra.