Aldís Kara valin Skautakona ársins 2020

Skautasamband Íslands hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2020. Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Þetta er í annað sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins, síðast árið 2019. Stjórn ÍSS telur Aldísi Köru verðugan fulltrúa Skautasambandsins þar sem hún hefur sýnt mikinn …

Bikarmótaröð ÍSS 2020-2021

Bikarmótaröð er röð ÍSS móta þar sem félög safna stigum og krýndur er Bikarmeistari á síðasta mótinu í lok mótaraðarinnar. Stjórn ÍSS tók þá ákvörðun á fundi sínum þann 3. nóvember sl. að þau mót sem falla undir Bikarmótaröðina tímabilið 2020-2021 eru öll þau mót sem ÍSS hefur haldið og …

Íslandsmót ÍSS 2020 – Aflýst

Íslandsmeistaramót og Íslandsmót ÍSS 2020 voru á dagskrá dagana 20.-22. nóvember nk. á Akureyri. Því miður er töluvert um COVID-19 smit í samfélaginu og útlit fyrir að við verðum áfram í baráttunni við veiruna næstu vikur og mánuði. Smit hafa komið upp tengt íþróttastarfi og munu eflaust gera áfram. Skautasamband …

Þjálfaranámskeið ÍSS

Skautasamband Íslands hefur unnið að því síðustu mánuði að uppfæra og endurskipuleggja þjálfaranámið sitt og fært það að stórum hluta yfir í fjarkennslu. Námskeiðunum er sem fyrr skipt upp í 1., 2. og 3. stig. En hvert námskeið tekur núna alla hluta hverst stigs fyrir sig í einu (t.d. 1a, …

Lokun íþróttamannvirkja á höfuðborgarsvæðinu

Eftir ítarlega yfirferð yfir stöðuna og í ljósi leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda og í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins hafa skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tekið þá ákvörðun að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna verða lokuð. Þessi ákvörðun verður endurskoðuð að viku liðinni, í takt við álit sóttvarnalæknis. Fréttatilkynningu …

Íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu fellt niður

Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er. Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er. Takmörkun fjölda í búðum –einn fari að versla frá heimili ef …

Hertar sóttvarnaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, þriðjudgaginn 6. október, var birt breyting á reglugerð nr. 957/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Heilbrigðisráðherra féllst á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og tóku þær gildi í dag, 7. október. Samkomutakmarkanir sem kynntar voru á mánudaginn sl. gilda óbreyttar annars staðar á landinu. Gildistími …

Bikarmótaröð ÍSS 2019-2020

Á Haustmóti ÍSS var veittur bikar Bikarmótaraðar ÍSS 2019-2020. Er þetta í fyrsta skiptið sem bikarinn er veittur. Í mótaröðinni eru þrjú mót Skautasambandsins og fyrir síðasta tímabil voru það Haustmót, Vetrarmót og Vormór. Skautarar félaganna safna stigum á þessum mótum fyrir félög sín og í lok tímabils stendur það …

Haustmót ÍSS 2020

Haustmót Skautasambands Íslands var haldið um síðastliðna helgi í skautahöllinni á Akureyri. Þetta er fyrsta mót vertíðarinnar og margir orðnir langeygðir eftir keppni. Á laugardag var keppt í þremur flokkum: Í Basic novice voru 10 keppendur. Þann flokk sigraði Sædís Heba Guðmundsdóttir frá SA með 38.41 stig, Berglind Inga Benediktsdóttir …