Aldís Kara á Heimsmeistaramóti Unglinga 2020

Aldís Kara Bergsdóttir keppti um helgina, fyrst íslendinga, á Heimsmeistarmóti Unglinga sem núna stendur yfir í Tallinn í Eistlandi. Keppt var með stuttu prógrami á föstudag og hafði Aldís dregið rásnúmerið 19 en 48 keppendur voru skráðir til leiks í greininni. Sýnt var beint frá keppninni á Youtube síðu Alþjóðaskautasambandsins …

Heimsmeistaramót Unglinga 2020

Í morgun hélt Aldís Kara Bergsdóttir áleiðis til Tallinn í Eistlandi til að keppa fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti Unglinga í listskautum sem fer fram þar í borg dagana 2. til 8. mars n.k. Verður það í fyrsta skiptið sem íslenskur einstaklingsskautari keppir á heimsmeistaramóti í listskautum. Skautarar geta eingöngu …

Vormót ÍSS 2020: Mótstilkynning

Skautasamband Íslands býður til Vormóts ÍSS 2020 Mótið er hluti af Bikarmótaröð ÍSS 2019-2020 Að móti loknu verða Bikarmeistarar ÍSS 2019-2020 krýndir. Mótstilkynningu og allar frekari upplýsigar er hægt að finna hér: www.iceskate.is/vormot-iss Athugið að skráning keppenda fer fram í gegnum Nóra: iceskate.felog.is Seinskráning: Boðið er upp á seinskráningu eftir að venjubundinn …

ISU Olympic Development Project

Skautasamband Íslands auglýsir laust pláss til umsóknar í Þróunarverkefni fyrir þjálfara á vegum ISU og finnska skautasambandsins. Umsóknareyðublaðið þarf að fylla út og senda til ÍSS, info@iceskate..is, ásamt ferilskrá með upplýsingum um fyrri þjálfaramenntun. Umsóknarfrestur er til og með 1.mars 2020. Finnska skautasambandið (FFSA) í samvinnu við Alþjóða skautasambandið (ISU) …

Norðurlandamót 2020

Norðurlandamótið 2020 fór fram í Stavanger, Noregi frá 6.-9. Febrúar. Í dag, sunnudag, kom íslenski landsliðshópurinn heim eftir vel heppnað og skemmtilegt mót. Mótið fór vel fram og var mikil samheldni í hópnum. Má því þakka frábærri fararstjórn sem var í höndum Nadiu Margrétar Jamchi. Með í ferðinni voru tveir …

Aldís Kara vann sér inn keppnisrétt á ISU Junior Worlds 2020

Sá merki atburður gerðist í íslensku skautasögunni í dag að Aldís Kara Bergsdóttir var fyrst íslenskra einstaklingsskautara til að tryggja sér tæknistig Alþjóðaskautasambandsins, ISU, sem veita henni keppnisleyfi á Heimsmeistarmót Unglinga í greininni (ISU Junior Worlds). Tæknistigin er helmingur einkunnar hvers prógrams og fer eftir erfiðleikastigum elementanna sem skautarinn framkvæmir. …

Júlía Rós með met á Norðurlandamóti

Júlía Rós Viðarsdóttir, keppandi Íslands á Norðurlandamótinu í Stavanger, hefur verið í fremstu röð íslenskra skautara í flokki Advanced Novice að undanförnu. Hún hefur haldið sér um 80 stigin í hverri keppninni af annarri það sem af er tímabilinu og var frammistaða hennar á Norðurlandamótinu þar engin undantekning. Júlía Rós …

Þjálfaranámskeið 1a á Akureyri

Forkröfur á þjálfaranámskeið 1a eru: Hafa náð 16 ára aldri Hafa lokið Skautum Regnbogann eða SO Level 4 Hafa lokið þjálfaranámskeiði ÍSÍ 1.hluta Námskeiðið skiptist í tvo hluta Fjarnámshluti sem fer fram dagana 6. – 13. febrúar Fyrirlestrar og ísþjálfun sem fer fram frá kl.16:15 föstudaginn 14. febrúar til kl.18:15 …