Norðurlandamót 2020

Norðurlandamótið 2020 fór fram í Stavanger, Noregi frá 6.-9. Febrúar. Í dag, sunnudag, kom íslenski landsliðshópurinn heim eftir vel heppnað og skemmtilegt mót. Mótið fór vel fram og var mikil samheldni í hópnum. Má því þakka frábærri fararstjórn sem var í höndum Nadiu Margrétar Jamchi. Með í ferðinni voru tveir …

Aldís Kara vann sér inn keppnisrétt á ISU Junior Worlds 2020

Sá merki atburður gerðist í íslensku skautasögunni í dag að Aldís Kara Bergsdóttir var fyrst íslenskra einstaklingsskautara til að tryggja sér tæknistig Alþjóðaskautasambandsins, ISU, sem veita henni keppnisleyfi á Heimsmeistarmót Unglinga í greininni (ISU Junior Worlds). Tæknistigin er helmingur einkunnar hvers prógrams og fer eftir erfiðleikastigum elementanna sem skautarinn framkvæmir. …

Júlía Rós með met á Norðurlandamóti

Júlía Rós Viðarsdóttir, keppandi Íslands á Norðurlandamótinu í Stavanger, hefur verið í fremstu röð íslenskra skautara í flokki Advanced Novice að undanförnu. Hún hefur haldið sér um 80 stigin í hverri keppninni af annarri það sem af er tímabilinu og var frammistaða hennar á Norðurlandamótinu þar engin undantekning. Júlía Rós …

Þjálfaranámskeið 1a á Akureyri

Forkröfur á þjálfaranámskeið 1a eru: Hafa náð 16 ára aldri Hafa lokið Skautum Regnbogann eða SO Level 4 Hafa lokið þjálfaranámskeiði ÍSÍ 1.hluta Námskeiðið skiptist í tvo hluta Fjarnámshluti sem fer fram dagana 6. – 13. febrúar Fyrirlestrar og ísþjálfun sem fer fram frá kl.16:15 föstudaginn 14. febrúar til kl.18:15 …

Skautaárið 2019 – Annáll ÍSS

Skautasamband Íslands sendir skauturum, félögum og landsmönnum öllum óskir um farsælt komandi ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Í lok árs er tilefni til þess að líta yfir farinn veg og rifja upp þann árangur sem skautarar okkar hafa sýnt á árinu. International Childrens Games …