20. skautaþing ÍSS – seinna fundarboð

Í samræmi við 6. grein laga ÍSS og bréf ÍSS da​gs. 6. mars sl.​, sendist ykkur hér með tillögur til Skautaþings, bæði frá stjórn ÍSS og innsendar tillögur frá aðildarfélögum, dagskrá og fyrirkomulag þings. 1. Þingstaður Þingið verður haldið á B59 Hotel, Borgarbraut 59, Borganesi 2. Þingsetning Þingsetning verður kl. …

Framboðsfrestur framlengdur

Kjörnefnd hefur ákveðið að lengja framboðsfrest til stjórnar Skautasambands Íslands, ÍSS til kl.23.59 22.mars n.k. þar sem nægur fjöldi hefur ekki boðið sig fram. —- Kjörnefnd ÍSS óskar eftir framboðum fyrir skautaþing 2019. Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa formann, tvo aðalmenn …

Þóra Gunnarsdóttir fékk viðurkenningu sjálfboðaliða á RIG2019

Á uppgjörfundi framkvæmdaráðs Reykjavíkurleikanna, sem fram fór í Golfklúbbnum Holtagörðum föstudaginn 15.mars, veitti framkvæmdaráð RIG viðurkennar til sjálfboðaliða fyrir framúrskarandi framlag til Reykjavíkurleikanna í ár. Þóra Gunnarsdóttir, mótsstjóri listskautamóts RIG 2019, fékk viðurkenningu fyrir framlag sitt í ár. Aðrir sjálfboðaliðar sem fengu viðurkenningu voru; Róbert Kjaran Magnússon, kraftlyftingar, Hafsteinn Óskarsson, …

Háskólaleikarnir 2019

Þá er þátttöku fyrsta Íslendingsins í listskautum á Háskólaleikunum, Universiade 2019, lokið. Eva Dögg Sæmundsdóttir skautaði stutta prógramið sitt í gær og fékk fyrir 22.32 stig. Í kvennakeppnina voru skráðar 36 konur frá 31 landi og var viðhaft útsláttarfyrirkomulag þar sem 24 stigahæstu komust áfram í frjálsa prógramið líkt og …

Hægt verður að ná lágmörkum á Junior Worlds á Norðurlandamótum

Á hverju ári, þegar Norðurlandamót fer fram, hittast fulltrúar allra landa sem standa að Norðurlandamóti. Á þessum fundi er farið yfir framkvæmd mótanna og reglur um Norðurlandamót. Segja má að þetta sé eins konar Norðurlandamótaþing en á ensku kallast hann „Nordic Meeting“ Á síðasta Norðurlandamóti, sem fram fór í Lynköping …

Eva Dögg verður fulltrúi Íslands á Háskólaleikunum 2019

Á næstu dögum mun Eva Dögg Sæmundsdóttir, keppandi í senior, leggja land undir fót og ferðast alla leið inn í iður Rússlands til Krasnoyarsk í Síberíu. Eva mun þar taka þátt, fyrir Íslands hönd, á Háskólaleikunum 2019 eða Universiade 2019. Universiade eru fjölíþróttaleikar sem eru einungis opnir háskólastúdentum og miðast …

Við leitum að ungum fulltrúa !

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram 20.-28. júlí 2019 í Bakú í Azerbaijan. Á leikunum verður öflugur hópur íslenskra keppenda á aldrinum 15-17 ára. Í tengslum við leikana stendur Evrópusamband Ólympíunefnda fyrir fræðsluverkefni þar sem einum ungum fulltrúa frá hverju landi er boðið að taka þátt. Óskað er eftir einstaklingi á aldrinum …

Marta María á EYOF 2019

Marta María Jóhannsdóttir hefur lokið keppni á Evrópuhátíð Ólympíuæskunnar EYOF, í Sarajevo í Bosníu og Herzegovínu. Marta hélt út ásamt 11 öðrum ungum íþróttamönnum í alpagreinum, skíðagöngu og snjóbretti. Keppt var með stuttu prógrami á þriðjudeginum 12. Febrúar og hafði Marta fengið rásnúmer 25, eða önnur í síðasta keppnishópi. Stutta …